Jæja,í gær fór ég aftur í bíó og í þetta skiptið voru það röð stuttmynda frá mismunandi löndum.
Mynd 1. By Modern Measure
Myndin fjallar um tvö ungmenni í Bandaríkjunum sem hittast af tilviljun fyrir utan Taco Bell. Undir talar í hálf-mónatónískum tóni sögumaðurinn, franskur félagsfræðingur, sem segir frá degi þeirra og hvernig kynnin þróast . Myndin er svarthvít og virkar svoldið á mann eins og gömul upptaka af fjölskyldufríi. Ég naut allavega rómantíkarinnar í þessu og fannst þetta ágætis mynd, þótt lítið hafi gerst.
Mynd 2. Count Backwards from Five
Ég týndist nú alveg í þessari. Myndin var samansafn óskýrra myndbanda og undir voru spiluð samtöl milli Bandaríkjamanna sem töluðu um fíknir og fleira. Ég get voða lítið sagt meira þar sem ég náði engan veginn að halda þræði í myndinni.
Mynd 3. Breadmakers
Þessi minnti mig nú meira á heimildarmynd heldur en stuttmynd, en í myndinni er fylgst með fötluðu fólki við störf sín i bakaríi. Þetta er eiginlega bara upptaka af týpískum degi hjá þeim, þau hnoða degið og taka við pöntunum og hafa samskipti við samstarfsmenn sína. Það var áhugavert að sjá hvernig þau tjáðu sig á ólíkan máta og mismundandi hegðun þeirra, en að öðru leiti fannst mér ekkert mikið varið í myndina.
Mynd 4. Because Washington is Hollywood for Ugly People
Mjög skemmtileg og flott ádeila á Bandaríkin og nútíma auglýsingar. Þetta var svona klippt-út teiknimynd, líkt South Park með flottu rímnaflæði undir. Hún var afar flott sjónrænt og áhugavert hvað var verið að segja. Gott efni.
Mynd 5. Adventure of B. & M: The Boss
Ótrulega fyndin tölvugerð mynd um tvö eistu sem vilja gera uppreisn gegn " The Boss ", þ.e. typpinu. Þeir ræða sín á milli hversu ósanngjarnt er að hann fái alltaf allan heiðurinn í kynlífi og þeir gleymist, þegar þeir eru í raun að sjá um alla vinnuna, að eigin sögn. Þessi fékk mig allavega til að hlæja og mér fannst þetta ansi frumleg hugmynd.
Mynd 6. I am Gay
Þessi mynd fjallar um Svíann Alex sem hefur haldið samkynhneigð sinni leyndri fyrir fjölskyldu sinni í mörg ár og ætlar loks að afhjúpa leyndarmálið. Málið er að fjölskyldan hans er grísk og heldur þar af leiðandi fast í grískar hefðir og þar er samkynhneigð ekki tekin í mál. Alex er sögumaðurinn í myndinni og leiðir okkur í gegnum vaxandi stig hræðslu eftir því sem líður á matarboðið þar sem hann hafði ætlað að koma út úr skápnum fyrir fjölskyldunni. Inn á milli koma bráðfyndin skot af hugsunum hans um hvað hver einstaklingur í fjölskyldunni mun gera þegar að segir þeim fréttirnar. Þetta er svona létt og skemmtileg mynd sem allir geta haft gaman af. Mér fannst þetta allavega ein skemmtilegasta mynd þessarar sýningar.
Mynd 7. Missing
Bernand er staddur í stofunni sinni með konunni sinni þegar hún fær símtal um það að hann sé horfinn. Af stað fer heilmikil leit og lögreglan hefur rannsókn, meðan Bernand fylgist allan tímann með án þess að nokkur maður vilji viðurkenna tilvist hans. Afar fyndin mynd og vel leikin. Belgíumenn eru greinilega með góðar hugmyndir. Ég allavega mæli sterklega með þessari!
Mynd 8. Laura in Action
Myndin fjallar um Lauru, unga stúlku sem vill koma sér á framfæri sem teiknimyndasöguhöfundur (geez, langt orð), en lendir í hremmingum á leið sinni. Það var eitthvað við þessa mynd sem minnti mig á sápuóperu. Bæði var leikurinn frekar slappur og einum of ýktur og svo var hún líka frekar hallærisleg. Ég veit ekki hvort hún átti að vera svona hallærisleg eða hvort þetta séu bara Danir. Laura var stöðugt að tengja atburðina sem gerðust í hennar lífi við atburði úr myndasögunni og inn á milli komu teiknimyndaskot, sem voru reyndar alveg flott. En ég fékk eiginlega smá kjánahroll þegar ég horfði á hana og get ekki sagt að þetta sé einhver gæðamynd.
Mynd 9. Like Father Like Death
Mynd númer tvö um homma. Faðir mætir á fund son síns eftir langan aðskilnað, en hann hafði skilið við fjölskyldu sína þegar hann kom út úr skápnum. Nú vill hann ná sáttum en sonur hans er ekki á sama máli og mætir með skammbyssu. Kraftmikil mynd um raunir þessa unga manns. Maður finnur til með báðum aðilum, bæði af því að pabbinn getur ekkert af því gert hvernig hann er og sonurinn getur ekkert af því gert hvernig hann er orðinn. Mér fannst þetta allavega mjög góð spennudrama.
Mynd 10. Drake
Þetta er afar stutt stuttmynd um föður sem vill bara ná einni mynd af sér og fjölskyldunni í fallegu sólsetrinu. Myndin er hljóðlaus og mjög flott tekin þar sem aðeins sést sólalagið og svo eru karakterarnir í skugga. Eiginlega svoldið eins og málverk. Allavega mjög góð mynd fyrir augað.
Thursday, August 28, 2008
Tuesday, August 26, 2008
docs!
Hæ. Í dag fór ég í bíó. Ég og Birta skelltum okkur á "Shorts & Docs" í dag á hinar íslensku heimildarmyndir.
Mynd 1-Magapína.
Myndin hófst með eins konar neysluáróðri og fór svo út upptöku af vel blóðgumsaðri aðgerð á kýr sem var álitin vera orðin háð plastpokum. Magi hennar þurfti að vera hreinsaður og undir talaði sögumaður allan tímann á íslenskuhreims ensku. Mér fannst þetta vera svolítið eins og einhver mynd sem maður væri látinn horfa á í líffræði. Upptakan var greinilega frá fyrri tíð enda ekki í mjög góðum gæðum. Svo sem ágætis hugmynd að snúa plastáti vitlausrar kúar í ádeilu á nútíma neyslu og fíknir. Samt sem áður get ég ekki sagt að mér hafi fundist hún upp á marga fiska, enda hef ég ekkert svo gaman af hráum og vel zoomuðum myndatökum af innyflum og viðbjóði.
Mynd 2-Sagan um Svein Kristján Bjarnason.
Áhugaverð saga um mann sem ég vissi ekki einu sinni að hefði verið til. Þetta var ansi týpísk heimildarmynd með hefðbundnum viðtölum og skotum af gömlum myndum og upptökum inn á milli. Svolítill History Channel blær yfir þessu. Hún var heldur löng að mínu mati og var ég farin að halla mér í stólnum undir lokin. En vönduð og fræðandi heimildarmynd ef maður vildi vita allt um Svein Kristján Bjarnason.
Mynd 3-Ketill.
Myndin um hin stórmerkilega mann Ketil Larsen sem hefur skapað sér nafn sem sérkennilegur listamaður í Reykjavík. Fylgst er með honum í sínum daglegu athöfnum og reynt að sína fram á hversu einstakur og ljóðrænn persónuleiki hann er. Mér fannst myndin skemmtilega tekin og ég hafði gaman að henni, þótt Ketill sjálfur hefur víst ekki lagt blessun sína yfir hana. Hún var heldur stutt og náði kannski ekki að sýna allt sem hann hefur að geyma. Þrátt fyrir það fannst mér þetta ánægjuleg heimildarmynd um einstakan mann.
Mynd 4-Kjötborg.
Að mínu mati besta mynd dagsins. Sýnir gamla vesturbæinn í svo yndislegu ljósi. Gott að vita að það eru enn til ekta kaupmenn í Reykjavík. Myndin sýnir hina venjulegu daga í lífi þeirra bræðra Gunnars og Kristjáns sem hafa rekið í fjöldamörg ár hverfisbúðina Kjötborg. Okkur var veitt innsýn inn í daglegt líf þeirra og fastakúnna búðarinnar. Þeir reka hana af heilum hug og hjarta og virðast gera hvað sem er fyrir kúnna sína. Myndin nær vel að ná stemmingunni í búðinni og er afar ánægjulegt að fylgjast með enda eru ekki margar svona verslanir eftir í Reykjavík. Skotin í myndinni eru óvenju flott miða við að þetta hafa örugglega ekki verið auðveldar tökuaðstæður og þetta gefur allt saman mjög raunverulega mynd af búðinni. Að mínu mati einstaklega hugljúf og skemmtileg mynd sem ég mæli eindregið með.
Já, alltaf gaman í bíó. Ég ætlaði aftur klukkan 23 en var víst búin að lofa pabba að fara með honum á Dark Knight (aftur). Það var líka awwesoome en það vita það allir sem hana hafa séð.
Ég afsaka hvað ég er slappur penni, er alveg úr æfingu en þetta kemur!
Góða nótt!
Mynd 1-Magapína.
Myndin hófst með eins konar neysluáróðri og fór svo út upptöku af vel blóðgumsaðri aðgerð á kýr sem var álitin vera orðin háð plastpokum. Magi hennar þurfti að vera hreinsaður og undir talaði sögumaður allan tímann á íslenskuhreims ensku. Mér fannst þetta vera svolítið eins og einhver mynd sem maður væri látinn horfa á í líffræði. Upptakan var greinilega frá fyrri tíð enda ekki í mjög góðum gæðum. Svo sem ágætis hugmynd að snúa plastáti vitlausrar kúar í ádeilu á nútíma neyslu og fíknir. Samt sem áður get ég ekki sagt að mér hafi fundist hún upp á marga fiska, enda hef ég ekkert svo gaman af hráum og vel zoomuðum myndatökum af innyflum og viðbjóði.
Mynd 2-Sagan um Svein Kristján Bjarnason.
Áhugaverð saga um mann sem ég vissi ekki einu sinni að hefði verið til. Þetta var ansi týpísk heimildarmynd með hefðbundnum viðtölum og skotum af gömlum myndum og upptökum inn á milli. Svolítill History Channel blær yfir þessu. Hún var heldur löng að mínu mati og var ég farin að halla mér í stólnum undir lokin. En vönduð og fræðandi heimildarmynd ef maður vildi vita allt um Svein Kristján Bjarnason.
Mynd 3-Ketill.
Myndin um hin stórmerkilega mann Ketil Larsen sem hefur skapað sér nafn sem sérkennilegur listamaður í Reykjavík. Fylgst er með honum í sínum daglegu athöfnum og reynt að sína fram á hversu einstakur og ljóðrænn persónuleiki hann er. Mér fannst myndin skemmtilega tekin og ég hafði gaman að henni, þótt Ketill sjálfur hefur víst ekki lagt blessun sína yfir hana. Hún var heldur stutt og náði kannski ekki að sýna allt sem hann hefur að geyma. Þrátt fyrir það fannst mér þetta ánægjuleg heimildarmynd um einstakan mann.
Mynd 4-Kjötborg.
Að mínu mati besta mynd dagsins. Sýnir gamla vesturbæinn í svo yndislegu ljósi. Gott að vita að það eru enn til ekta kaupmenn í Reykjavík. Myndin sýnir hina venjulegu daga í lífi þeirra bræðra Gunnars og Kristjáns sem hafa rekið í fjöldamörg ár hverfisbúðina Kjötborg. Okkur var veitt innsýn inn í daglegt líf þeirra og fastakúnna búðarinnar. Þeir reka hana af heilum hug og hjarta og virðast gera hvað sem er fyrir kúnna sína. Myndin nær vel að ná stemmingunni í búðinni og er afar ánægjulegt að fylgjast með enda eru ekki margar svona verslanir eftir í Reykjavík. Skotin í myndinni eru óvenju flott miða við að þetta hafa örugglega ekki verið auðveldar tökuaðstæður og þetta gefur allt saman mjög raunverulega mynd af búðinni. Að mínu mati einstaklega hugljúf og skemmtileg mynd sem ég mæli eindregið með.
Já, alltaf gaman í bíó. Ég ætlaði aftur klukkan 23 en var víst búin að lofa pabba að fara með honum á Dark Knight (aftur). Það var líka awwesoome en það vita það allir sem hana hafa séð.
Ég afsaka hvað ég er slappur penni, er alveg úr æfingu en þetta kemur!
Góða nótt!
Monday, August 25, 2008
good people
Jæja, fyrsta bloggið frá því ég var 15 ára.
Ég ætla að vera rosa dugleg að blogga um bíó, ég og Birta ætlum að taka sega mega bíódag á morgun og þá get ég komið með eitthvað hrafl.
Í augnablikinu er ég að horfa á Fear and Loathing in Las Vegas. Sýrumynd byggð á skáldsögunni eftir Hunter S. Thompson. Fjallar um ferð þeirra Raoul Duke og Dr. Gonzo um eyðimörk Las Vegas á eiturlyfjatrippi. Án efa versta þynnkumynd í heimi. Hélt ég myndi æla í poppskálina mína þegar ég horfði á hana daginn eftir árshátíð Framtíðarinnar. Góðar stundir.
Allavega, ég kem með betri skrif á morgun!
-helga
oh yeah
Ég ætla að vera rosa dugleg að blogga um bíó, ég og Birta ætlum að taka sega mega bíódag á morgun og þá get ég komið með eitthvað hrafl.
Í augnablikinu er ég að horfa á Fear and Loathing in Las Vegas. Sýrumynd byggð á skáldsögunni eftir Hunter S. Thompson. Fjallar um ferð þeirra Raoul Duke og Dr. Gonzo um eyðimörk Las Vegas á eiturlyfjatrippi. Án efa versta þynnkumynd í heimi. Hélt ég myndi æla í poppskálina mína þegar ég horfði á hana daginn eftir árshátíð Framtíðarinnar. Góðar stundir.
Allavega, ég kem með betri skrif á morgun!
-helga
oh yeah
Subscribe to:
Posts (Atom)