Tuesday, September 30, 2008

RIFF

Nú ætla ég að reyna að ná að skrifa um nokkar RIFF myndir áður en klukkan slær tólf og nýtt bloggtímabil tekur við! Þar sem ég efast um að ég nái því ætla ég að biðja Sigga Palla um að taka þetta með í september tímabilið, takk.

Il y a longtemps que je t'aime

Frönsk mynd eftir leiksjórann Philippe Claudel. Myndin fjallar um þær systur, Juliette og Lea sem hafa ekki hist í fjölda mörg ár. Juliette hefur verið fangi allan þennan tíma og býr yfir því hræðilega leyndarmáli að hafa valdið barni sínu dauða. Hún á erfitt með að detta aftur inn í venjulegt daglegt líf, enda allir vinir hennar horfnir og flestir ástvinir búnir að afneita henni. Lea hefur gert sér gott líf og býr í stóru húsi með hamingjusamri fjölskyldu sinni. Hún er staðráðin í því að hjálpa systur sinni að komast aftur á báða fætur en þorir þó aldrei að spyrja hví hún myrti sitt eigið barn. Myndin er vel leikin og vönduð, áhorfandanum er haldið spenntum í gegnum alla myndina þar sem ástæða morðsins kemur ekki fram fyrr en í blálokin. Myndin sýnir fram á styrk fjölskyldubanda og mannleg samskipti, hversu langt maður gengur fyrir fólkið sem maður elskar í lífi sínu. Mæli eindregið með henni.

Mr.Big

Mjög áhrifamikil og "eye-opening" heimildarmynd um vissa spillingu meðal kanadísku lögreglunnar. Höfundur heimildarmyndarinnar, Tiffany Burns, lendir í því að 19 ára bróðir hennar og vinur hans eru dæmdir fyrir hrottalegt morð á fjölskyldu vinarins. Sönnunargögn eru nánast engin, né á
stæða en til var upptaka tekin af undercover lögreglunni þar sem strákarnir virðast játa á sig glæpinn þar sem þeir halda að þeir séu að tala við einhvern mafíósa sem lofar þeim háum fjárhæðum í stað fyrir nokkra greiða.
Tiffany ákveður að rannsaka þessa aðferð lögreglunnar við að ná játningu
úr fólki, svo kölluð "Mr.Big" aðferðin. Hún ræðir við nokkra sem hafa lent í svokölluðu " Mr. Big sting" en það er kallað þegar lögreglan hefur fundið einhver grunaðan og ákveður nokkurn veginn að þetta sé manneskjan sem þeir ætli að dæma fyrir glæpinn og gera hvað þeir geta til að koma því framgengt.
Lögreglan beitir afar lágkúrulegum aðferðum, dulbýr sig sem einhvers konar glæpamann og reynir að sá sakborninginn á sitt band með áfengisgjöfum, loforðum um peninga og jafnvel hótunum varðandi fjölskyldu og vini viðkomandi sakbornings. Þeir beita eins konar heilaþvotti og virðast geta fengið hvern sem er til að játa á sig glæp sem þeir hafa ekki framið.
Í myndinni ræðir Tiffany einnig við sálfræðinga sem segja þetta sé viðurkennt fyrirbæri, að snúa saklausri manneskju þannig að hún haldi að hún geti játað á sig glæp.
Eftir níu ár í fangelsi í bið eftir réttarhöldum er bróðir Tiffany og vinur hans dæmdir í lífstíðarfangelsi án valmöguleika um reynsulausn.
Tiffany nær þó nokkurn veginn að sanna fyrir áho
rfanda að bróðir hennar sé saklaus með því að benda á mögnuð sönnunargögn sem lögreglan lítur framhjá því þeir virðast ekki hafa áhuga á neinum öðrum en hinum fyrsta grunaða.
Maður fær alveg hroll þegar maður hugsar um það óréttlæti sem þeir vinirnir þurfa að sæta, að því gefnu að þeir séu saklausir, og að því er virðist fjölda margir aðrir sem verða fyrir barðinu á þessu svokallaða Mr. Big prógrammi.
Mjög spennandi og áhugaverð heimildarmynd sem allir verða að sjá.

Lou Reed's Berlin


Ég veit ekki alveg hversu mikið ég get skrifað um þessa mynd, annað en það að þetta var sem sagt tónleikaupptaka af Lou Reed að flytja plötu sína, Berlin, sem var afar mislukkuð þegar hún fyrst kom út. Mæli með myndinni fyrir harða Lou Reed aðdáendur, ég er reyndar ekki alveg einn af þeim, enda þekkti ég bara gömlu Velvet Underground lögin sem hann tók á tónleikunum. En ljúf tónlist og yndæl mynd samt sem áður.



O'Horten

Hálfgerð tilviljun að ég fór á þessa, ætlaði á rökkurmyndina Zift en þar sem Birta og Íris voru að fara á þess
a ákvað ég að fljóta með, svona upp á félagsskapinn.
Og sé ekki eftir
því! Þessi mynd er alveg einstaklega hugljúf. Hún fjallar um hinn 67 ára gamla Odd Horten sem fær loksins að setjast í helgan stein eftir að hafa keyrt lest í fjöldamörg ár. Málið er að hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að eyða dögunum sínum í þessu nýja fríi sínu og lendir hann því í alls konar hlægilegum uppákomum.Odd er rosalega mellow gaur, virðist taka allri vitleysunni með stóístkri ró. Maður svona hálfglottir alla myndina yfir því sem hann lendir í.
Myndin er mjög vel le
ikin og allt eitthvað svo einlægt og gott í henni. Ekta norskur húmor og viss kalhæðni einkenna hana. Hún er líka eintaklega vel gerð, flott skotin og vel valdur leikarahópur, sem gera þetta að frábærri mynd! Þessa ættu allir hiklaust að sjá.






Jæja, ég hef ekki alveg orku í að skrifa um meir í bili. Hyggst mæta á fyrirlestur um Argentíska kvikmyndagerð samtímans á morgun! Sjáum hvernig það fer.


Monday, September 22, 2008

numero uno- topp tíu

Heyheyhey

Þá er komi að því að byrja á þessum blessaða topp tíu lista. Ég hef samt eiginlega ekki hugmynd um hvernig ég á að raða í hann. En ég veit upp á hár hvaða mynd ég set í númer eitt. Gjöriðisvovel.

1.The Big Lebowski.

Ég sá þessa mynd fyrst með bróður mínum og vini hans þegar ég var svona 12 ára. Við vorum ein heima og færðum sófann út á mitt gólf, bara svona til að gera eitthvað sem við gætum ekki gert þegar mamma og pabbi væru heima. Ég skildi voða lítið í henni þá og fannst hún ekkert sérstök. Það var ekki fyrr en ég sá hana aftur á RÚV í 10. bekk. Þá sá ég eitthvað meira við hana. Ég fékk hana gjörsamlega á heilann og gat ekki hætt að kvóta úr henni allan 10. bekk. Loks keypti Kristín vinkona mín hana handa mér í Frakklandi svo ég gæti horft á hana aftur og aftur.

Allavega, myndin fjallar sem sagt fyrst og fremst um aðalhetjuna Jeffrey “The Dude” Lebowski. The Dude er erkiletingi, atvinnulaus Los Angeles-búi sem eyðir tímanum í mestu í að reykja gras og spila keilu. Einn daginn tekur lif hans óvænta stefnu þegar honum er ruglað saman við milla, nafna sinn, sem platar hann í að ná trophy-konunni sinni aftur úr höndum mannræningja. Það sem The Dude er algjör fokk-up gengur þetta auðvitað ekki eins vel og vona skal og úr verður þessi frábæra saga.

Eins og sniðugir vita er þessi mynd bæði skrifuð og leikstýrð af Coen-bræðrum og fer Jeff Bridges með aðalhlutverkið. Coen-bræðurnir eru þekktir fyrir einstakan húmor og merkilega karaktera í kvikmyndum sínum, sem bregst ekki í þessari mynd. Hver karakter hefur sín einkenni, sinn húmer og one-liner gegnum myndina.

Þar ber líklega fyrst að nefna The Dude. Eins og ég sagði þá er hann atvinnuleysingi og virðist hafa litlar áhyggjur af reikningum, húsaleigum og ástarmálum, þ.e. öllu því sem fullorðið fólk á að hafa áhyggjur af. Hans uppáhalds drykkur er hvítur rússi og er hann iðuleg með einn slíkan við hönd í myndinni. Minnir mig svoldið á Skapta Jónsson vin minn, nema Skapti er meira fyrir að drekka en að reykja gras. Í tækinu er svo alltaf Creedence Cleerwater Revival. Þetta er svona karakter sem maður verður að elska. Hann gefur manni þægilega sýn á lífið, hans aðal lífspeki er nokkurn veginn “fuck it, let’s go bowling”, gott svar við nútímastressinu.

The Dude er víst byggður á náunga sem heitir Jeff Dowd sem er góðkunningi Coen-bræðra, fyrrverandi hermaður og var meðlimur “the Seattle Seven” eins og Dude segist hafa verið hluti af í myndinni. Nokkur atriði í myndinni gerðust víst í raun og veru fyrir Dowd sjálfan. The Dude er allavega ódauðlegur karakter og ég vildi að ég gæti sagt að hann væri mín fyrirmynd, en þá væri ég líklegast ekki í MR.

Næst ætti að nefna besta vin Dude’s, Walter Sobchak, leikinn af John Goodman. Walter barðist í Víetnam stríðinu og virðist aldrei hafa náð sér eftir það, því alla myndina vitnar hann í stríðið og er sífellt að bera það saman við raunveruleikann. Hann er fráskilinn og virðist hafa verið í ansi stuttri ól hjá sinni fyrrverandi þar sem hann er enn að gera skítaverk fyrir hana og heldur fast í gyðingdóm sinn sem hann tók upp við hjónabandið. Stríðið virðist hafa fokkað svoldið í skapinu hans, enda missir hann stjórn á því nokkrum sinnum, með tilheyrandi Víetnam tilvitnunum. Hann er frábær karakter, gæti ekki ímyndað mér annan en John Goodman að túlka hann, enda sýnir hann snilldartakta í myndinni.

Þá er það annar vinur Dude’s, Theodore Donald "Donny" Kerabatsos, túlkaður af meistaranum Steve Buscemi. Hann er hluti af keiluliðinu, mjög passívur karakter sem virðist alltaf vera út úr umræðunni og fær því iðulega línuna ,,Shut the fuck up, Donny!” frá Walter. Ég las að það væri vísun í myndina Fargo, sem Coen bræður gerðu einnig, en þar leikur Steve Buscemi bófann Carl Showalter, sem heldur eiginlega aldrei kjafti í myndinni. Þessi karakter hefði held ég ekki verið geranlegur án Buscemis og mynda þessir þrír leikarar þennann frábæra keiluhóp í myndinni.

Auki þeirra eru auðvitað aðrir góðir leikarar á borð við Julianne Moore, Philip Seymore Hoffman og John Turturro (Jesus Quintana) ásamt fleirum sem fara öll með afbragðs leik í myndinni.

Myndin er með frekar einkennandi soundtracki, í flestum atriðum rennur lagið inn í senuna og heyrist í útvarpinu þegar líður á atriðið. Svoldið sérstök blanda af tónlist, Santana, Creedence, Bob Dylan og Nina Simone svo eitthvað sé nefnt. Lagið sem minnir mig samt alltaf mest á þessa mynd er Just Dropped In með Kenny Rogers, sem kemur í súrrelíska trip-draumnum sem Dude fær eftir ansi sterkan drykk. Frábær sena.

Merkilegt er að þegar The Big Lebowski kom út var hún ekki beint box office hit, en fékk samt sem áður góða dóma hjá gagnrýnendum og að sjálfsögðu hjá áhorfendum. Í dag er hún orðin eins konar cult mynd og eru til ótal fan síður, varningur og nú síðast heyrði ég af svokölluðum The Big Lebowski ráðstefnum sem haldnar eru um víða veröld. Það er meira að segja byrjað að halda slíkar ráðstefnur á Íslandi, að sjálfsögðu í keiluhöllinni. Þá mætir fólk í búningum, borgar fyrir einn leik og hvítann rússa og er svo að koma með línur úr myndinni í gegnum keiluleikinn. Svo var líka haldið Big Lebowski kvöld á sjálfum Kaffibarnum í sumar, sem ég missti því miður af.

Allavega, þið sem lásuð þetta og hafið ekki séð þessa blessuðu mynd, hlussisti út næstu leigu og takið hana, hún mun bjarga deginum ykkar.


KVEÐJA HELGA!

Friday, September 12, 2008

stuttmyndagerð

Haya!

Laugardaginn 6. september hittumst við, ég, Anton, Pétur, Maggi og Tómas til þess að búa til litla stuttmynd.
Strákarnir höfðu hist kvöldið áður til þess að koma einhverjum hugmyndum í pott, en ég komst ekki vegna anna. Þeir voru allavega búnir að ákveða það að ég ætti að leika aðalhlutverkið.
Þema myndarinnar var leti, og þar sem ég var svoldið þunn þurfti ég ekki að leggja mikið í leikaraskapinn.
Við fórum á Skólafélags- og Framtíðarskrifstofurnar og drógum upp skítugan pels fyrir mig sem lyktaði eins og dautt dýr, en það var allt í lagi.
Við byrjuðum í cösu, reyndum að gera eitt sófahornið pínu heimilslegt með því að hengja upp "drottin blessi heimilið" mynd eins og flestir eru með í svefnherberginu sínu.
Þar næst brutumst við inn í einhvern skúr til þess að taka "labba út" atriðið. Okkur fannst skúrinn hæfa þemanu þar sem latt fólk nennir gjarnan ekki að kaupa sér hús.
Síðan röltum við um Þingholtin og ákváðum myndina nokkurn veginn eftir því sem leið á daginn. Eina hugmyndin sem við byrjuðum með var að ég væri stelpa sem ætti að fara með brauð til ömmu sinnar. Þar sem ekki var mikið talað né að gerast í þessari leið stelpunnar til ömmu sinnar reyndum við bara að leggja mest upp úr skemmtilegum skotum og draga leti hennar sem mest fram.
Eins og glöggir vita endar myndin með því að lata stelpan hendir brauðinu í tjörnina og lýgur síðan að mömmu sinni að hún sé búin að afgreiða málið. Algjöör.
Þetta var allavega skemmtilegur laugardagur og gaman að vinna með strákunum, þeir eru ansi sniðugir.

Bless, Helga