Friday, October 31, 2008

Heimildarmyndir

The Cats of Mirikatani.

Heimildarmynd eftir Lindu Hattendorf. Linda kynnist Mirikitani, öldruðum japönskum listamanni, á förnum vegi hennar í New York borg rétt fyrir 9/11 atburðinn. Jimmy Mirikitani er áttræður og heimilislaus, fæddur í Californiu en uppalinn í Hiroshima. Hann er sannur listamaður, vera hans á götunni virðist ekki trufla hann svo mikið , svo lengi sem hann hafi sín áhöld til að skapa list.

Linda sér vissulega að þetta er enginn venjulegur karakter og ákveður að gera heimildarmynd um hann. Hún tekur hann upp á sína arma eftir 11. september, þar sem hún býður honum að dvelja í íbúð sinni meðan hún reynir að finna annan dvalarstað.

Myndin snýst ekki einungis um Jimmy sem listamann, heldur fræðir hann okkur líka um sína fortíð, þ.á.m. veru hans í búðunum sem allir Japanir í Bandaríkjunum voru skikkaðir í þegar seinni heimstyrjöldin gekk yfir. Hann hefur fest minningar sínar í myndunum sem hann hefur gert og leiðir okkur í gegnum hverja mynd með sorglegum sögum úr fortíð sinni. Hann gefur okkur þannig mikla innsýn á líf Japana í Bandaríkjunum á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hann hafði til að mynda misst samband við alla fjölskyldumeðlimi sína og vissi ekki hvort systkini sín væri lífs eða liðin.

Jimmy er ótrúlega stoltur listamaður, hann lítur niður á alla “ commercial art” þ.e. þá listamenn sem mála sem söluvænastar myndir og selja þær túristum á götunni. Hann hefur gert þá fórn að búa frekar á götunni en að selja sig sem listamaður. Listin er honum allt, hún virðist hafa bjargað honum að ná sér eftir að hafa misst alla fjölskyldu sínu og það að búa á götunni.

Þegar Linda ber fyrir honum þá tillögu að flytja inn í velferðarhúsnæði, tekur Jimmy heldur illa í það, enda hefur hann ansi mikið stolt. Linda sýnir honum þó eina af aðstöðum aldraðra í borginni, þar sem hann fær leyfi til að kenna listatíma og virðist hann hafa mjög gaman af.

Myndin sýnir okkur einnig áhugaverð samskipti Lindu og Jimmy. Jimmy er til að mynda mjög illa við það að Linda sé úti lengi á kvöldin og eitt kvöldið situr hann með hendina fyrir brjóstið og lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að þessi einhleypa stúlka sé ekki komin heim svo seint á kvöldi. Ýmsir slíkir hlutir fara auðvitað í taugar Lindu, en samt sem áður virðast þau verða betri og betri vinir eftir því sem líður á sambúðina.

Linda hjálpar einnig Jimmy við að finna gamla ættingja. Hún finnur í dagblaði einu ljóðaskáld að nafni Janice Mirikitani og hefur samband við hana. Þar sem aðeins var ein Mirikitani ætt í Japan komast þau að því að þau voru skyldmenni. En hjartnæmasta stundin er fundurinn á systur Jimmys, sem hann hafði ekki séð í fjöldamörg ár. Þau eiga sitt fyrsta samtal síðan þau voru ungt fólk i gegnum síma þar sem þau ræðast við um nútíð og fortíð, svona ekta feel good moment í myndinni.

Í endann kemur Linda honum í góða íbúð þar sem hann getur hengt upp myndirnar sínar og málað að vild, þeim báðum til mikillar gleði.

Saga Jimmys er frekar ótrúleg og falleg frásögn, svo úr varð þessi stórgóða heimildarmynd. Linda nær mjög vel að sýna fram á einstakan persónuleika Jimmys, hann fær alveg að njóta sín í myndinni. Henni tekst mjög vel til, miða við það að hún virðist hafa verið í fullri vinnu meðan tökum stóð og vann myndin verðlaun árið 2006 á Tribeca kvikmyndahátíðinni.

Þetta er allavega mjög góð heimildarmynd sem flestir ættu að hafa gaman af!

Triumph des Willens

Gríðarlega löng áróðursmynd nasista frá árinu 1935. Veit ekki alveg hversu mikið er hægt að blogga um þessa mynd, þar sem hún skiptist í stuttu máli á ræðum Hitlers og annara nasistaflokksleiðtoga og marseringa. Hún er eftir leikstjórann Leni Riefenstahl og var Hitler sjálfur óopinber framleiðandi. Þetta er ein þekktasta áróðursmynd kvikmyndasögunnar og þykir Leni takast andi vel til við að fá áhorfendur á sitt band með notkun tónlistarinnar og mismunandi tökuaðferðum.

Myndin byrjar með þvílikum skotum af æstum stuðningsmönnum Hitlers, haldandi úti höndum öskrandi Heil Hitler. Hitler er alltaf i þvílíku mikilmennsku hlutverki í myndinni og er greinilegt hversu mikils hann var metinn á þessum tíma.

Einnig er atriði úr ungmennabúðum nasista þar sem ungir menn eru sýndir við leik og virðast allir vera að skemmta sér gífurlega vel. Svo koma mest megnis skot af afar vel skipulögðum marseringum hermanna og þauláhrifamiklum ræðum Hitlers og annarra.

Myndin endar með flutningi Hitlers á einni af sínum frægustu ræðum og allir hlustendur öskra “Sieg Heil!” honum til lofs.

Sé maður einlægir áhugamaður um Nasisma eða Hitler er myndin örugglega hin besta skemmtun, en ég er ekki alveg í þeim hópi þannig ég var farin að missa athygli eftir hálftíma af marseringu. Auðvitað samt sem áður áhugverð mynd, hálfhlægilegt að sjá hversu mikið fólk gleypti við því sem Hitler tróð inn í hausinn á þeim.

Tuesday, October 21, 2008

reykjavík-rotterdam og óskar jónasson

Þvílík spennumynd! Reykjavík-Rotterdam er hiklaust með bestu íslensku myndum sem ég hef séð, og meirað segja með betri spennumyndum sem ég hef séð af allir hollywood vitleysunni.

Myndin fjallar í stuttu máli fyrst og fremst um Kristófer, leikinn af Baltasari Kormáki. Kristófer er ungur, tveggja barna faðir í Reykjavík sem, ásamt konu sinni, vinnur hörðum höndum að reyna að ná endum saman. Hann er á skilorði eftir áfengissmygl og vinnur sem næturvörður hjá securitas (hehe) á heldur lélegum launum.

Peningaleysi og örvænti hrekur hann þó í sama far og neyðist hann til að snúa baki við lögin og leggja stund á smygl á ný. Hann býður þar vissulega hættunni heim og fáum við að gægjast í undirheim smyglsins, handrukkara og aðstandanda.

Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem ég hef séð þar sem ég hef ekki fengið aulahroll. Það er svo oft í íslenskum myndum að leikararnir eru svo leikhúslærðir að allar línur eru sagðar með þvílíkum tilþrifum þannig maður sér þetta engan veginn fyrir sér i raunverulegu lífi. Í þessari mynd er hins vegar samansafn úrvalsleikara sem sýna að þeir eru engu síðri í kvikmyndum en á sviði.

Hún hélt manni gjörsamlega á þræðinum, enda handritið skrifað, ásamt Óskari, af hinum frábæra sakamálasögurithöfundi Arnaldi Indriðasyni. Plottið er mjög gott og ekki of flókið. Ennig er ekki langt í húmorinn. Allt í allt mynd sem allir geta haft gaman af.

Við fengum sjálfan leikstjórann, Óskar Jónasson, í heimsókn til okkar og fengum að spyrja hann út i myndina, leikstjórn og kvikmyndagerð á Íslandi. Hann fræddi okkur um kostnað þess að gera svona mynd, hvernig fjármögnun kvikmynda virkar á Íslandi o.s.frv.

Hann talaði einnig um almenna kvikmyndagerð á Íslandi. Sjálfur kvaðst hann hafa mun gaman af að vinna í sjónvarpi þar sem þar gegnu hlutirnir mun hraðar fyrir sig en í kvikmyndum. Hann sagði okkur einnig frá hvernig hann og Arnaldur unnu saman a handritinu og hvernig það hefði verið að lekstýra svona stórri mynd. Svo spjallaði hann við okkur um almenna kvikmyndagerð, hvernig hann léki sér að því að brjóta reglur við tökur og fleira. Mjög gaman að fá hann í heimsókn, alltaf gaman að vita hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin.

Allavega stórgóð mynd sem enginn íslendingur ætti að missa af, alveg 1300 kallsins virði! Veljum íslenskt maður.

kveðja helga

Friday, October 10, 2008

RIFF meiri meiri

yo

Ég ætla að fjalla um restina sem ég sá á RIFF, en það voru myndirnar Up The Yangtze, Squeeze Box! og Heavy Metal in Baghdad.


Up The Yangtze


Þetta er heimildarmynd sem f
jallar fyrst og fremst um unga stúlku, Yu Shui.
Yu Shui býr með fjölskyldunni sinni í niðurnýddum kofa við rætur Yangtze fljótsins. Yfirborð fjótsins hækkar stöðugt og fjölskyldan veit að hún mun bráðum þurfa að flytja híbýli sín eitthvert annað. Foreldar Yu eru afar fátækir bóndar með þrjú börn að framfleyta. Í byrjun myndarinnar er Yu Shui greinilega að klára grunnskóla/menntaskóla og vill ólm halda áfram í framhaldskóla. Því miður kostar það mikinn pening og foreldrar hennar hafa engan veginn efni á að framfleyta henni áfram í nám. Þau segja að hún verði að fá sér vinnu og senda fjölskyldunni pening til hjálpar.
Yu endar á því að fá vinnu á
skemmtiferðaskipi á fljótinu sem myndi að lokum taka heimili fjölskyldu hennar.
Myndin sýnir okkur síðan leiðangur hennar á skipinu, hvernig henni tek
st að þrauka langt frá fjölskyldu sinni, vinum og án náms.
Skipið er fullt af ríkum könum og öðrum túristum og maður sér vel hvað þessi ferðamannaiðnaður er ótrúlega eitthvað idiot proofed.
Yu tekst vel til og lagar sig að breyttum aðstæðum
að lokum. Hún nær að kyngja óréttlæti þess að fá ekki að fara í skóla áfram og vinna vinnu með frekar dauðum enda.
Einnig koma fram í myndinni viðtöl við kínverja sem hafa þurft að flytja heimili sín sökum fljótsins og óréttlætinu sem þeir mættu frá yfirvöldum.
Myndin er góð innsýn inn í heim undirstétt kína og sýnir okkur enn og aftur hvað við eigum það gott, hjá okkur er sjálfsagt mál að fara í framhaldsnám (eða allavega pre-kreppa). Mæli með þessari!


Squeeze Box!
Frábær heimildamynd um dragdrottningarokkbar í New York á
10. áratugunun. Þetta var alveg einstakur staður sem varð á endanum einn vinsælasti rokkbar í New York og dróg að sér þotulið djammsenunnar (Björk til dæmis, hehe), hvort sem það voru hommar eður ei. Mjög skemmtilegar upptökur af tónleikum sem voru haldnir og inn á milli viðtöl við fyrrum fastagesti gefa manni mjög góða sýn á hvernig þetta var. Ein skemmtilegasta myndin sem ég sá hátíðinni, mjög flott, fyndin og áhugaverð sem allir hafa örugglega gaman af!


Heavy Metal In Baghdad

Heimildarmynd sem fjallar um einu starfandi metalhljómsveitina í Baghdad á tímum þess sem Bandaríkjamenn réðust á Írak. Upptökumennirnir fylgja þessum strákum frá því þegar Saddam var enn við stjórn og þangað til Bandaríkjamenn voru búnir að taka fyrir og þeir höfðu neyðst til þess að fl
ýja land. Ég held þeir hafi ekki alveg haft nógu mikið efni í þessa mynd, þar sem hljómsveitin var eiginlega ekkert starfandi eftir innrásina. Hún fjallar eiginlega meira bara um ástandið í Írak og áhrif þess á venjulega íbúa. Margt sem hefði mátt betur fara í henni. Svo sem ágætis mynd, en ég mæli ekkert sérstaklega með henni.