Heyy.
Ég ætla að skrifa um mynd sem ég var að horfa á.
FULL METAL JACKET
Stríðsmynd leikstýrð af Stanley Kubrick byggð á skáldsögu Gustav Harford.
,,This is my riffle, this is my gun, this is for fighting, this is for fun"
Hún hefst á því að sýna hóp óþjálfaðra hermanna mæta í æfingabúðir hersins á meðan Víetnam stríðið geysaði.
Eins og er í flestum hermyndum er yfirmaðurinn ógnvænlegur og vinnur markvisst að því að brjóta hermennina niður, til þess að byggja þá aftur upp sterkari en þeir voru.
Sögumaður myndarinnar er hermaðurinn James Davis, útnefndur Private Joker af yfirmanninum, og fáum við söguna frá hans sjónarhorni.
Yfirmaðurinn kemur hart fram við alla og gefur mörgum gælunöfn, en einn af hermönnunum tekur hann sérstaklega fyrir, Leonar Lawrence "Gomer Pyle". Gomer féll illa í kramið á honum frá byrjun, hann er hægur, klunnalegur og feitur, sem er ekki eftirsóttir eiginleikar í hermanni.
Yfirmaðurinn refsar öllum hópnum fyrir mistök Gomers og fær því hópinn til þess að hata hann að lokum.
Öll þessi mótstaða lætur hann að lokum ganga af göflum og hefna sín heiftarlega á yfirmanninum. Því næst gerist myndin í Víetnam árið 1968, þar sem Private Joker er orðinn fréttaritar i stíðinu fyrir Stars and Stripes, fréttarit hermanna í Víetnam.
Hann fer á milli staða og tekur viðtölum við mismunandi hermenn og fjallar um afstöðu þeirra gagnvart stíðinu.
Þetta er ekki þessi týpíska stríðsmynd, þó það séu nokkur mjög flott skotatriði í henni. Með viðtölum sínum við hermennina fáum við frekari innsýn inn í líf þeirra og upplifun í þessu umdeilda stíði. Hún sýnir vel fram á fáranleika stríðs og hversu slæm áhrif það getur haft á þá sem í því taka þátt.
Kubrick bregst okkur ekki með með fyrirmyndar leikstjórn og handritaskrif.
Þessi er allavega möst í öll DVD söfn.
Thursday, December 4, 2008
Monday, December 1, 2008
toten-síðasti partur
8. Royal Tenenbaums
Þessi mynd komst frekar nýlega í hóp uppáhaldsmynda minna, leigði hana á VOD í sumar og er búin að leigja hana nokkrum sinnum síðar (er að safna fyrir DVDinu, mamma og pabbi splæsa á vodið).
Þetta er eitt meistaraverkið úr smiðju Wes Andersons leikstjóra. Myndin fjallar um Tenenbaum fjölskylduna, Royal (Gene Hackman), Ethelina (Anjelica Huston) og undrabörnin þeirra þrjú, Chas (Ben Stiller), hina ættleiddu Margot (Gwyneth Paltrow) og Richie (Luke Wilson).
Börnin þrjú voru undrabörn hvert á sínu sviði, Chas var snillingur í fjárfestingum, Margot hæfileikaríkt leikskáld og Richie afburða tennisspilari. Þegar leið á fullorðinsárin fór frægðarsólin að lækka vegna alls kyns ófara og þegar að sögu er komið eru börnin öll frekar óhamingjusöm í sínum stað í lífinu.
Margot er óhamingjusamlega gift geðlækinum Raleigh (Bill Murray). Hún á í ástarsambandi við æskuvin þeirra systkina, Eli Cash (Owen Wilson) og hefur lagt leikritaskrifin á hilluna.
Chas hafði misst eiginkonu sína í flugslysi og var komin með öryggi sitt og tveggja sona sinna gjörsamlega á heilann.
Richie hafði stungið af eftir sinn síðasta tennisleik, sem lauk með skelfilegu tapi hans. Hann er ástfanginn af ættleiddu systir sinni, og tapaði í raun tennisleiknum vegna þeirra hjartasorgar sem hann var í því systir hans var nýgift Raleigh.
Móðirin er orðinn virtur fornleifafræðingur og hafði endurskoðandi hennar, Mr. Sherman nýlega beðið um hönd hennar, Royals til mikils ama.
Fjölskyldufaðirinn, sem hafði slitið samvistum við móður barnanna þegar þau voru yngri, hafði búið á hóteli í mörg ár og hafði ekki talað við einn einasta fjölskyldumeðlim allan þann tíma. Hann verður uppiskroppa með pening, er rekinn út af hótelinu og ákveður þá að kominn sé rétti tíminn til að sættast við fjölskylduna. Þau vilja hins vegar ekkert með hann hafa svo hann grípur þess ráðs að skálda upp magakrabbamein í von um að fá að dvelja með þeim í einhvern tíma og vinna hug þeirra á ný. Í tilveruangist sinni höfðu börnin þrjú öll flutt aftur í heimahús og var því fjölskyldan samankomin undir einu þaki í fyrsta skipti í fjöldamörg ár.
Því fjallar myndin í meginmáli um barráttu Royals við að fá fjölskylduna sína aftur og krakkana að taka á sínum málum.
Myndin er gædd einstökum, nokkuð kaldhæðnislegum húmor sem gerir hana alveg frábæra. Myndir Andersons hafa einnig alltaf ákveðið lúkk sem mér hefur alltaf fundist geðveikt flott. Einnig er sándtrakkið æði. Þetta er allavega besta mynd Andersons sem ég hef séð hingað til og hún kemur örugglega til með að færast ofar í listanum, þegar ég næ loksins að safna fyrir DVDinu.
9. American Beauty
Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1999 og kvikmynd sem allir kvikmyndaunnenndur ættu að hafa séð, enda meistaraverk. Myndir gerist i útverfi Bandaríkjanna þar sem Lester Burnham (Kevin Spacey) tekst á við angist raunveruleikans, sem fjölskyldufaðir í dauðu hjónabandi og vinnu sem hann er kominn til með að hata.
Hann er einstaklega óhamingjusamlega giftur hinni "stuck-up" Carolyn, fasteignasala með fullkomnunaráráttu á háu stigi. Dóttir þeirra Jane er heldur týpískur unglingur með sjálfsmyndavandamál, kannski vegna stöðugrar gagnrýnar móður sinnar.
Smátt og smátt fær Lester nóg og ákveður að gera dramatískar breytingar í lífi sínu, eins og að segja upp starfi sínu og rúnka sér í hjónarúminu til að mótmæla kynköldu eiginkonu sinni.
Á meðan Lester er hægt og rólega að lifna við á ný, finnur Carolyn sér nýjan elskhuga, annann fasteignasala og fer hún að sofa hjá honum. Dóttir þeirra Jane kynnist hins vegar stráknum í næsta húsi ansi náið, Ricky. Ricky er sonur afar íhaldssams fyrrum hermanns og út-úr-heiminum móður, sem hefur mótað hann í heldur einstakan karakter.
Lester verður hins vegar yfir sig hrifinn af góðri vinkonu dóttur sinnar, Angelu. Hann stefnir markvisst í að gera sig nógu góðan fyrir hana með t.d. aukinni líkamsrækt. Þannig spinnist út þetta skrítna fjölskyldulíf þeirra og þeirra sem þeim tengjast.
Í myndinni tekst einstaklega vel til að búa til heim fyrir hvern og einn karaktar, þ.e. sýna hverjir þeir eru í dag og ástæður fyrir því. Hver og einn hefur sitt vandamál sem þau neyðast til að díla við í sögunni, með misjafnlegum afköstum. Hér er í raun tekin hin hefðbunda suburbia-allt-gott-á-yfirborðinu fjölskylda og sýnt hvað gerist ákveði einn fjölskyldumeðlimur að fara sína eigin leiðir.
Þetta er sú mynd sem festir Kevin Spacey rækilega á spjald afburðaleikara þar sem hann fer með stórgóðan leik ásamt því sem hann er sögumaður allar myndarinnar. Einstaklega gott og vel skrifað handrit gera þetta að einni dáðustu mynd síðari ára.
Lester: "Look at me, jerking off in the shower... This will be the high point of my day; it's all downhill from here. "
10. The Virgin Suicides
Einstök mynd leikstýrð af Sofiu Coppola byggt á samnefndri skáldsögu Jeffrey Eugenides.
Hún fjallar um fimm afar fallegar systur, þær Therese, Mary, Bonnie, Lux og Cecilia. Þær sæta mikilli ofverndun og ströngu uppeldi frá strangkristnu foreldrum sínum og verður einangrunin þeirri yngstu, Ceciliu um megn og ákveður hún að binda enda á líf sitt.
Sjálfsmorðið raskar mjög fjölskyldulífi Lisbon fjölskyldunnar en reyna þó foreldarnir um megn að halda áfram hinu hefðbundna fjölskyldulífi, án þess að horfast í augu við ástæðu þess að dóttir þeirra batt enda á líf sitt.
Sögumaður myndarinnar er einn strákur af þeim strákahóp sem fylgdist náið með systrunum hinum megin við götuna, og fengu þær gjörsamlega á heilann, þar sem þær voru einstaklega fallegar og afar óaðgengilegar. Þeir vinir gera hvað þeir geta til að skilja hugarheim þeirra systra og komast inn í líf þeirra. Stelpurnar halda sínu hefðbundna lífi áfram eftir lát systur sinnar, þó undir sama harðræði frá foreldrum sínum og áður.
Systurnar eru allar fremur óspjallaðar og óspilltar, nema hin 14 ára Lux. Hún er eina systirin sem einhver strákur hefur komist í kynni við og er óhrædd við að nota fegurð sína til að fá fram vilja sinn. Hún var einnig eina stelpan sem vinsælasti og sætasti strákur skólans, Trip Fontaine, var ástfanginn af. Í kjöl lokaballs skólans þeirra tekst Trip með erfiðsmunum að sannfæra foreldra systranna um að leyfa þeim að koma á ballið. Var það upphaf endaloka þeirra systra, þar sem Lux kom ekki heim um nótt ballsins, sem varð til þess að móðir hennar gekk yfir strikið. Ákváðu þau hjón að taka stelpurnar úr skóla og loka inni í húsi þeirra þar sem "at least they'd be safe". Einangrunin veldur því að stelpurnar sturlast hægt og rólega og taka þá ákvörðun að binda enda á líf sitt, allar í einu.
Þetta er örugglega ein fallegasta sjálfsmorðsmynd sem gerð hefur verið, en allt umhverfið og lýsingar í myndinni er svona hálf-draumkennt og róandi. Undir spilast svo unaðslegir tónar AIR, svo ekki sé minnst á þemalagið, lag sem nær gjörsamlega að fanga stemminguna í myndinni.
Saga systranna er í senn saga foreldra þeirra, sem bókstaflega kæfðu þær með umhyggjusemi sinni., þ.e. þau elskuðu þær svo mikið að þau ákváðu að ef ekkert slæmt ætti að henda þær væri best að geyma þær alltaf á stað þar sem ekkert slæmt myndi henda þær. Þau tóku ekki með í reikninginn hvað stelpurnar væru færar um að gera sjálfum sér.
Þetta er sú mynd sem að mínu mati vann inn traust á Sofiu þannig hún gat hrist af sér nafn pabba síns og sannað sig sem leikstjóra á eigin forsendum. Manni líður hálfeinkennilega eftir að hafa horft á hana og hefur hana einvhern veginn í huga restina af deginum, sem er örugglega sú tilfynning sem Sofia vildi framkalla. Við vitum aldrei alveg hvort það lá eitthvað meira á bak við sjálfsmorð stelpnanna en ofverndun foreldranna, sem kallar fram þessa dulúð sem liggur yfir myndinni. Þessa verða allir að sjá allavega einu sinni, líka strákar.
JÆJA. þá er ég loksinsloksins búin með þennan lista. tók meeeklu lengri tíma en ég hélt, en ég hafði allavega gaman af þessu :J
Þessi mynd komst frekar nýlega í hóp uppáhaldsmynda minna, leigði hana á VOD í sumar og er búin að leigja hana nokkrum sinnum síðar (er að safna fyrir DVDinu, mamma og pabbi splæsa á vodið).
Þetta er eitt meistaraverkið úr smiðju Wes Andersons leikstjóra. Myndin fjallar um Tenenbaum fjölskylduna, Royal (Gene Hackman), Ethelina (Anjelica Huston) og undrabörnin þeirra þrjú, Chas (Ben Stiller), hina ættleiddu Margot (Gwyneth Paltrow) og Richie (Luke Wilson).
Börnin þrjú voru undrabörn hvert á sínu sviði, Chas var snillingur í fjárfestingum, Margot hæfileikaríkt leikskáld og Richie afburða tennisspilari. Þegar leið á fullorðinsárin fór frægðarsólin að lækka vegna alls kyns ófara og þegar að sögu er komið eru börnin öll frekar óhamingjusöm í sínum stað í lífinu.
Margot er óhamingjusamlega gift geðlækinum Raleigh (Bill Murray). Hún á í ástarsambandi við æskuvin þeirra systkina, Eli Cash (Owen Wilson) og hefur lagt leikritaskrifin á hilluna.
Chas hafði misst eiginkonu sína í flugslysi og var komin með öryggi sitt og tveggja sona sinna gjörsamlega á heilann.
Richie hafði stungið af eftir sinn síðasta tennisleik, sem lauk með skelfilegu tapi hans. Hann er ástfanginn af ættleiddu systir sinni, og tapaði í raun tennisleiknum vegna þeirra hjartasorgar sem hann var í því systir hans var nýgift Raleigh.
Móðirin er orðinn virtur fornleifafræðingur og hafði endurskoðandi hennar, Mr. Sherman nýlega beðið um hönd hennar, Royals til mikils ama.
Fjölskyldufaðirinn, sem hafði slitið samvistum við móður barnanna þegar þau voru yngri, hafði búið á hóteli í mörg ár og hafði ekki talað við einn einasta fjölskyldumeðlim allan þann tíma. Hann verður uppiskroppa með pening, er rekinn út af hótelinu og ákveður þá að kominn sé rétti tíminn til að sættast við fjölskylduna. Þau vilja hins vegar ekkert með hann hafa svo hann grípur þess ráðs að skálda upp magakrabbamein í von um að fá að dvelja með þeim í einhvern tíma og vinna hug þeirra á ný. Í tilveruangist sinni höfðu börnin þrjú öll flutt aftur í heimahús og var því fjölskyldan samankomin undir einu þaki í fyrsta skipti í fjöldamörg ár.
Því fjallar myndin í meginmáli um barráttu Royals við að fá fjölskylduna sína aftur og krakkana að taka á sínum málum.
Myndin er gædd einstökum, nokkuð kaldhæðnislegum húmor sem gerir hana alveg frábæra. Myndir Andersons hafa einnig alltaf ákveðið lúkk sem mér hefur alltaf fundist geðveikt flott. Einnig er sándtrakkið æði. Þetta er allavega besta mynd Andersons sem ég hef séð hingað til og hún kemur örugglega til með að færast ofar í listanum, þegar ég næ loksins að safna fyrir DVDinu.
9. American Beauty
Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1999 og kvikmynd sem allir kvikmyndaunnenndur ættu að hafa séð, enda meistaraverk. Myndir gerist i útverfi Bandaríkjanna þar sem Lester Burnham (Kevin Spacey) tekst á við angist raunveruleikans, sem fjölskyldufaðir í dauðu hjónabandi og vinnu sem hann er kominn til með að hata.
Hann er einstaklega óhamingjusamlega giftur hinni "stuck-up" Carolyn, fasteignasala með fullkomnunaráráttu á háu stigi. Dóttir þeirra Jane er heldur týpískur unglingur með sjálfsmyndavandamál, kannski vegna stöðugrar gagnrýnar móður sinnar.
Smátt og smátt fær Lester nóg og ákveður að gera dramatískar breytingar í lífi sínu, eins og að segja upp starfi sínu og rúnka sér í hjónarúminu til að mótmæla kynköldu eiginkonu sinni.
Á meðan Lester er hægt og rólega að lifna við á ný, finnur Carolyn sér nýjan elskhuga, annann fasteignasala og fer hún að sofa hjá honum. Dóttir þeirra Jane kynnist hins vegar stráknum í næsta húsi ansi náið, Ricky. Ricky er sonur afar íhaldssams fyrrum hermanns og út-úr-heiminum móður, sem hefur mótað hann í heldur einstakan karakter.
Lester verður hins vegar yfir sig hrifinn af góðri vinkonu dóttur sinnar, Angelu. Hann stefnir markvisst í að gera sig nógu góðan fyrir hana með t.d. aukinni líkamsrækt. Þannig spinnist út þetta skrítna fjölskyldulíf þeirra og þeirra sem þeim tengjast.
Í myndinni tekst einstaklega vel til að búa til heim fyrir hvern og einn karaktar, þ.e. sýna hverjir þeir eru í dag og ástæður fyrir því. Hver og einn hefur sitt vandamál sem þau neyðast til að díla við í sögunni, með misjafnlegum afköstum. Hér er í raun tekin hin hefðbunda suburbia-allt-gott-á-yfirborðinu fjölskylda og sýnt hvað gerist ákveði einn fjölskyldumeðlimur að fara sína eigin leiðir.
Þetta er sú mynd sem festir Kevin Spacey rækilega á spjald afburðaleikara þar sem hann fer með stórgóðan leik ásamt því sem hann er sögumaður allar myndarinnar. Einstaklega gott og vel skrifað handrit gera þetta að einni dáðustu mynd síðari ára.
Lester: "Look at me, jerking off in the shower... This will be the high point of my day; it's all downhill from here. "
10. The Virgin Suicides
Einstök mynd leikstýrð af Sofiu Coppola byggt á samnefndri skáldsögu Jeffrey Eugenides.
Hún fjallar um fimm afar fallegar systur, þær Therese, Mary, Bonnie, Lux og Cecilia. Þær sæta mikilli ofverndun og ströngu uppeldi frá strangkristnu foreldrum sínum og verður einangrunin þeirri yngstu, Ceciliu um megn og ákveður hún að binda enda á líf sitt.
Sjálfsmorðið raskar mjög fjölskyldulífi Lisbon fjölskyldunnar en reyna þó foreldarnir um megn að halda áfram hinu hefðbundna fjölskyldulífi, án þess að horfast í augu við ástæðu þess að dóttir þeirra batt enda á líf sitt.
Sögumaður myndarinnar er einn strákur af þeim strákahóp sem fylgdist náið með systrunum hinum megin við götuna, og fengu þær gjörsamlega á heilann, þar sem þær voru einstaklega fallegar og afar óaðgengilegar. Þeir vinir gera hvað þeir geta til að skilja hugarheim þeirra systra og komast inn í líf þeirra. Stelpurnar halda sínu hefðbundna lífi áfram eftir lát systur sinnar, þó undir sama harðræði frá foreldrum sínum og áður.
Systurnar eru allar fremur óspjallaðar og óspilltar, nema hin 14 ára Lux. Hún er eina systirin sem einhver strákur hefur komist í kynni við og er óhrædd við að nota fegurð sína til að fá fram vilja sinn. Hún var einnig eina stelpan sem vinsælasti og sætasti strákur skólans, Trip Fontaine, var ástfanginn af. Í kjöl lokaballs skólans þeirra tekst Trip með erfiðsmunum að sannfæra foreldra systranna um að leyfa þeim að koma á ballið. Var það upphaf endaloka þeirra systra, þar sem Lux kom ekki heim um nótt ballsins, sem varð til þess að móðir hennar gekk yfir strikið. Ákváðu þau hjón að taka stelpurnar úr skóla og loka inni í húsi þeirra þar sem "at least they'd be safe". Einangrunin veldur því að stelpurnar sturlast hægt og rólega og taka þá ákvörðun að binda enda á líf sitt, allar í einu.
Þetta er örugglega ein fallegasta sjálfsmorðsmynd sem gerð hefur verið, en allt umhverfið og lýsingar í myndinni er svona hálf-draumkennt og róandi. Undir spilast svo unaðslegir tónar AIR, svo ekki sé minnst á þemalagið, lag sem nær gjörsamlega að fanga stemminguna í myndinni.
Saga systranna er í senn saga foreldra þeirra, sem bókstaflega kæfðu þær með umhyggjusemi sinni., þ.e. þau elskuðu þær svo mikið að þau ákváðu að ef ekkert slæmt ætti að henda þær væri best að geyma þær alltaf á stað þar sem ekkert slæmt myndi henda þær. Þau tóku ekki með í reikninginn hvað stelpurnar væru færar um að gera sjálfum sér.
Þetta er sú mynd sem að mínu mati vann inn traust á Sofiu þannig hún gat hrist af sér nafn pabba síns og sannað sig sem leikstjóra á eigin forsendum. Manni líður hálfeinkennilega eftir að hafa horft á hana og hefur hana einvhern veginn í huga restina af deginum, sem er örugglega sú tilfynning sem Sofia vildi framkalla. Við vitum aldrei alveg hvort það lá eitthvað meira á bak við sjálfsmorð stelpnanna en ofverndun foreldranna, sem kallar fram þessa dulúð sem liggur yfir myndinni. Þessa verða allir að sjá allavega einu sinni, líka strákar.
JÆJA. þá er ég loksinsloksins búin með þennan lista. tók meeeklu lengri tíma en ég hélt, en ég hafði allavega gaman af þessu :J
Subscribe to:
Posts (Atom)