Belgisk mynd frá árinu 1992 sem fjallar um tökulið sem tekur það að sér að gera heimildarmynd um raðmorðingjann Benoît Poelvoorde.
Myndin byrjar með því að sýna Benoît í alls kyns venjulegum athæfum, hann heimsækir móður sína regluleg og spilar sér til ánægju á píanó. Svo er skipt yfir í hin hluta þessa tvöfalda heim hans þar sem hann tekur crewið með sér á morðveiðar. Hann er miskunnarlaus, hugsar morðin oftar en ekki út frá því hversu mikinn pening hann getur náð af fórnarlömbunum. Uppáhalds fórnarlömbin hans er þó póstberar sem hann misþyrmir án samvisku.
Í fyrstu er upptöku-crewið aðeins hlutlausir áhorfendur en með tímanum vex nánara samband milli þá sérstaklega leiksjórans Remý Belvaux og Benoît. Crewið dregst inn í þennan sjúka heim Benoît og á ferlinum missa tveir líf sitt í skotárásum. Fyrr en langt um líður eru þeir einnig farnir að taka þátt í misþyrmingum og morðunum sem Benoît fremur og verður þetta meira eins og hópur morðingja sem ganga um með myndavél og framkvæma glæpi.
Þrátt fyrir alla viðurstyggilegu glæpina sem Benoît fremur finnur maður einhvern veginn til vissrar samúðar með honum, enda er hann sýndur sem fremur hnyttinn og skemmtilegur karakter, þrátt fyrir að vera snar geðveikur. Atburðarrásin minnti mig svoldið á Clockwork Orange, þar sem líkt og í þeirri mynd er aðalkarakterinn við öll völd í fyrri hlutanum en missir þau hægt og hægt og í endann vorkennir maður honum. En Benoît lendir einmitt í því að pota í vitlaust lið og eru allir hans nánustu myrtir á hrottafenginn hátt. Þá fyrst sér maður virkilega mannlegu hliðina á honum og finnur til samúðar með honum, þrátt fyrir að hann hafi í raun fyllilega átt þetta skilið.
Myndin er tekin upp í svart-hvítu á litlu fjármagni af fjórum kvikmyndagerðarnemendum. Mér finnst þeim hafa tekist stórvel til, enda hafði ég mjög gaman af þessari mynd. Hún er með innilega svörtum húmor, virkilega ógeðsleg stundum og einkar raunveruleg myndi ég segja. Myndi hiklaust mæla með henni, mig langar allaveg mjög að sjá hana aftur.