Thursday, December 4, 2008
myndamyndir
Ég ætla að skrifa um mynd sem ég var að horfa á.
FULL METAL JACKET
Stríðsmynd leikstýrð af Stanley Kubrick byggð á skáldsögu Gustav Harford.
,,This is my riffle, this is my gun, this is for fighting, this is for fun"
Hún hefst á því að sýna hóp óþjálfaðra hermanna mæta í æfingabúðir hersins á meðan Víetnam stríðið geysaði.
Eins og er í flestum hermyndum er yfirmaðurinn ógnvænlegur og vinnur markvisst að því að brjóta hermennina niður, til þess að byggja þá aftur upp sterkari en þeir voru.
Sögumaður myndarinnar er hermaðurinn James Davis, útnefndur Private Joker af yfirmanninum, og fáum við söguna frá hans sjónarhorni.
Yfirmaðurinn kemur hart fram við alla og gefur mörgum gælunöfn, en einn af hermönnunum tekur hann sérstaklega fyrir, Leonar Lawrence "Gomer Pyle". Gomer féll illa í kramið á honum frá byrjun, hann er hægur, klunnalegur og feitur, sem er ekki eftirsóttir eiginleikar í hermanni.
Yfirmaðurinn refsar öllum hópnum fyrir mistök Gomers og fær því hópinn til þess að hata hann að lokum.
Öll þessi mótstaða lætur hann að lokum ganga af göflum og hefna sín heiftarlega á yfirmanninum. Því næst gerist myndin í Víetnam árið 1968, þar sem Private Joker er orðinn fréttaritar i stíðinu fyrir Stars and Stripes, fréttarit hermanna í Víetnam.
Hann fer á milli staða og tekur viðtölum við mismunandi hermenn og fjallar um afstöðu þeirra gagnvart stíðinu.
Þetta er ekki þessi týpíska stríðsmynd, þó það séu nokkur mjög flott skotatriði í henni. Með viðtölum sínum við hermennina fáum við frekari innsýn inn í líf þeirra og upplifun í þessu umdeilda stíði. Hún sýnir vel fram á fáranleika stríðs og hversu slæm áhrif það getur haft á þá sem í því taka þátt.
Kubrick bregst okkur ekki með með fyrirmyndar leikstjórn og handritaskrif.
Þessi er allavega möst í öll DVD söfn.
Monday, December 1, 2008
toten-síðasti partur
Þessi mynd komst frekar nýlega í hóp uppáhaldsmynda minna, leigði hana á VOD í sumar og er búin að leigja hana nokkrum sinnum síðar (er að safna fyrir DVDinu, mamma og pabbi splæsa á vodið).
Þetta er eitt meistaraverkið úr smiðju Wes Andersons leikstjóra. Myndin fjallar um Tenenbaum fjölskylduna, Royal (Gene Hackman), Ethelina (Anjelica Huston) og undrabörnin þeirra þrjú, Chas (Ben Stiller), hina ættleiddu Margot (Gwyneth Paltrow) og Richie (Luke Wilson).
Börnin þrjú voru undrabörn hvert á sínu sviði, Chas var snillingur í fjárfestingum, Margot hæfileikaríkt leikskáld og Richie afburða tennisspilari. Þegar leið á fullorðinsárin fór frægðarsólin að lækka vegna alls kyns ófara og þegar að sögu er komið eru börnin öll frekar óhamingjusöm í sínum stað í lífinu.
Margot er óhamingjusamlega gift geðlækinum Raleigh (Bill Murray). Hún á í ástarsambandi við æskuvin þeirra systkina, Eli Cash (Owen Wilson) og hefur lagt leikritaskrifin á hilluna.
Chas hafði misst eiginkonu sína í flugslysi og var komin með öryggi sitt og tveggja sona sinna gjörsamlega á heilann.
Richie hafði stungið af eftir sinn síðasta tennisleik, sem lauk með skelfilegu tapi hans. Hann er ástfanginn af ættleiddu systir sinni, og tapaði í raun tennisleiknum vegna þeirra hjartasorgar sem hann var í því systir hans var nýgift Raleigh.
Móðirin er orðinn virtur fornleifafræðingur og hafði endurskoðandi hennar, Mr. Sherman nýlega beðið um hönd hennar, Royals til mikils ama.
Fjölskyldufaðirinn, sem hafði slitið samvistum við móður barnanna þegar þau voru yngri, hafði búið á hóteli í mörg ár og hafði ekki talað við einn einasta fjölskyldumeðlim allan þann tíma. Hann verður uppiskroppa með pening, er rekinn út af hótelinu og ákveður þá að kominn sé rétti tíminn til að sættast við fjölskylduna. Þau vilja hins vegar ekkert með hann hafa svo hann grípur þess ráðs að skálda upp magakrabbamein í von um að fá að dvelja með þeim í einhvern tíma og vinna hug þeirra á ný. Í tilveruangist sinni höfðu börnin þrjú öll flutt aftur í heimahús og var því fjölskyldan samankomin undir einu þaki í fyrsta skipti í fjöldamörg ár.
Því fjallar myndin í meginmáli um barráttu Royals við að fá fjölskylduna sína aftur og krakkana að taka á sínum málum.
Myndin er gædd einstökum, nokkuð kaldhæðnislegum húmor sem gerir hana alveg frábæra. Myndir Andersons hafa einnig alltaf ákveðið lúkk sem mér hefur alltaf fundist geðveikt flott. Einnig er sándtrakkið æði. Þetta er allavega besta mynd Andersons sem ég hef séð hingað til og hún kemur örugglega til með að færast ofar í listanum, þegar ég næ loksins að safna fyrir DVDinu.
9. American Beauty
Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1999 og kvikmynd sem allir kvikmyndaunnenndur ættu að hafa séð, enda meistaraverk. Myndir gerist i útverfi Bandaríkjanna þar sem Lester Burnham (Kevin Spacey) tekst á við angist raunveruleikans, sem fjölskyldufaðir í dauðu hjónabandi og vinnu sem hann er kominn til með að hata.
Hann er einstaklega óhamingjusamlega giftur hinni "stuck-up" Carolyn, fasteignasala með fullkomnunaráráttu á háu stigi. Dóttir þeirra Jane er heldur týpískur unglingur með sjálfsmyndavandamál, kannski vegna stöðugrar gagnrýnar móður sinnar.
Smátt og smátt fær Lester nóg og ákveður að gera dramatískar breytingar í lífi sínu, eins og að segja upp starfi sínu og rúnka sér í hjónarúminu til að mótmæla kynköldu eiginkonu sinni.
Á meðan Lester er hægt og rólega að lifna við á ný, finnur Carolyn sér nýjan elskhuga, annann fasteignasala og fer hún að sofa hjá honum. Dóttir þeirra Jane kynnist hins vegar stráknum í næsta húsi ansi náið, Ricky. Ricky er sonur afar íhaldssams fyrrum hermanns og út-úr-heiminum móður, sem hefur mótað hann í heldur einstakan karakter.
Lester verður hins vegar yfir sig hrifinn af góðri vinkonu dóttur sinnar, Angelu. Hann stefnir markvisst í að gera sig nógu góðan fyrir hana með t.d. aukinni líkamsrækt. Þannig spinnist út þetta skrítna fjölskyldulíf þeirra og þeirra sem þeim tengjast.
Í myndinni tekst einstaklega vel til að búa til heim fyrir hvern og einn karaktar, þ.e. sýna hverjir þeir eru í dag og ástæður fyrir því. Hver og einn hefur sitt vandamál sem þau neyðast til að díla við í sögunni, með misjafnlegum afköstum. Hér er í raun tekin hin hefðbunda suburbia-allt-gott-á-yfirborðinu fjölskylda og sýnt hvað gerist ákveði einn fjölskyldumeðlimur að fara sína eigin leiðir.
Þetta er sú mynd sem festir Kevin Spacey rækilega á spjald afburðaleikara þar sem hann fer með stórgóðan leik ásamt því sem hann er sögumaður allar myndarinnar. Einstaklega gott og vel skrifað handrit gera þetta að einni dáðustu mynd síðari ára.
Lester: "Look at me, jerking off in the shower... This will be the high point of my day; it's all downhill from here. "
10. The Virgin Suicides
Einstök mynd leikstýrð af Sofiu Coppola byggt á samnefndri skáldsögu Jeffrey Eugenides.
Hún fjallar um fimm afar fallegar systur, þær Therese, Mary, Bonnie, Lux og Cecilia. Þær sæta mikilli ofverndun og ströngu uppeldi frá strangkristnu foreldrum sínum og verður einangrunin þeirri yngstu, Ceciliu um megn og ákveður hún að binda enda á líf sitt.
Sjálfsmorðið raskar mjög fjölskyldulífi Lisbon fjölskyldunnar en reyna þó foreldarnir um megn að halda áfram hinu hefðbundna fjölskyldulífi, án þess að horfast í augu við ástæðu þess að dóttir þeirra batt enda á líf sitt.
Sögumaður myndarinnar er einn strákur af þeim strákahóp sem fylgdist náið með systrunum hinum megin við götuna, og fengu þær gjörsamlega á heilann, þar sem þær voru einstaklega fallegar og afar óaðgengilegar. Þeir vinir gera hvað þeir geta til að skilja hugarheim þeirra systra og komast inn í líf þeirra. Stelpurnar halda sínu hefðbundna lífi áfram eftir lát systur sinnar, þó undir sama harðræði frá foreldrum sínum og áður.
Systurnar eru allar fremur óspjallaðar og óspilltar, nema hin 14 ára Lux. Hún er eina systirin sem einhver strákur hefur komist í kynni við og er óhrædd við að nota fegurð sína til að fá fram vilja sinn. Hún var einnig eina stelpan sem vinsælasti og sætasti strákur skólans, Trip Fontaine, var ástfanginn af. Í kjöl lokaballs skólans þeirra tekst Trip með erfiðsmunum að sannfæra foreldra systranna um að leyfa þeim að koma á ballið. Var það upphaf endaloka þeirra systra, þar sem Lux kom ekki heim um nótt ballsins, sem varð til þess að móðir hennar gekk yfir strikið. Ákváðu þau hjón að taka stelpurnar úr skóla og loka inni í húsi þeirra þar sem "at least they'd be safe". Einangrunin veldur því að stelpurnar sturlast hægt og rólega og taka þá ákvörðun að binda enda á líf sitt, allar í einu.
Þetta er örugglega ein fallegasta sjálfsmorðsmynd sem gerð hefur verið, en allt umhverfið og lýsingar í myndinni er svona hálf-draumkennt og róandi. Undir spilast svo unaðslegir tónar AIR, svo ekki sé minnst á þemalagið, lag sem nær gjörsamlega að fanga stemminguna í myndinni.
Saga systranna er í senn saga foreldra þeirra, sem bókstaflega kæfðu þær með umhyggjusemi sinni., þ.e. þau elskuðu þær svo mikið að þau ákváðu að ef ekkert slæmt ætti að henda þær væri best að geyma þær alltaf á stað þar sem ekkert slæmt myndi henda þær. Þau tóku ekki með í reikninginn hvað stelpurnar væru færar um að gera sjálfum sér.
Þetta er sú mynd sem að mínu mati vann inn traust á Sofiu þannig hún gat hrist af sér nafn pabba síns og sannað sig sem leikstjóra á eigin forsendum. Manni líður hálfeinkennilega eftir að hafa horft á hana og hefur hana einvhern veginn í huga restina af deginum, sem er örugglega sú tilfynning sem Sofia vildi framkalla. Við vitum aldrei alveg hvort það lá eitthvað meira á bak við sjálfsmorð stelpnanna en ofverndun foreldranna, sem kallar fram þessa dulúð sem liggur yfir myndinni. Þessa verða allir að sjá allavega einu sinni, líka strákar.
JÆJA. þá er ég loksinsloksins búin með þennan lista. tók meeeklu lengri tíma en ég hélt, en ég hafði allavega gaman af þessu :J
Monday, November 17, 2008
top ten-part trois
5. American History X
Stórgóð ádeila á ný-nasisma í Bandaríkjunum. Myndin er frá árinu 1998 og fallar fyrst of fremst um tvo bræður, Derek og Danny Vinyard, leikna af Edward Norton og Edward Furlong.
Derek er efnilegur námsmaður sem unglingur, en eftir að faðir hans, slökkviliðsmaður, er myrtur af svörtum dópsala við vinnu sína, endurmótast hugsanir hans algjörlega og hann verður gjörsamlega heilaþveginn af speki ný-nasismans. Myndin hefst með grófu morði Dereks á tveim svertingjum sem voru að brjótast inn í hús fjölskyldu hans. Eftir það er hann dæmdur í fangelsi og er myndin tvískipt, í fortíð og nútíð. Lífið eftir fangelsið er sýnt í lit á meðan lífið fyrir og meðan i fangelsinu er í svarthvítu, kannski eins konar vísun í það að líf hans fyrir fangelsið var gjörsamlega svart og hvítt.
Á meðan Derek afplánar dóminn virðist bróðir hans vera að fara sama veg og bróðir sinn og tileinka sér hugsunarhátt nýnasista. Sem tilraun til að bjarga honum skikkar skólastjórinn hann til að skrifa ritgerð um bróðir sinn og allt sem tengist handtöku hans. Er því Danny sögumaðurinn í þeim pörtum myndarinnar sem eiga að gerast fyrir fangelsið.
Í fangelsinu neyðist Derek til að vinna með svörtum strák, þeim manni sem myndi á endanum gjörbreyta hugsunarhætti hans. Veran í fangelsinu endurmótaði hann gjörsamlega, vakti hann til lífsins með hversu fáfróður hann hafði verið áður og er hann yfirgefur fangelsið er hann staráðinn í að leyfa ekki bróðir sínum að falla í sömu gryfju og hann gerði.
Fortíð hans bíður hans samt sem áður heima og er nýju viðhorfum hans ekki beint tekið opnum örmum. Tekur því við hjá honum erfið barátta við að flýja fortíð sína og bjarga bróðir sínum frá henni.
Þessi mynd er ótrúlega góð í alla staði, Edward Norton stendur sig alveg frábærlega ásamt hópi annarra góðra leikara. Það að skipta tíðunum með lit og svarthvítu gerir líka mikið fyrir áhrif áhorfendans. Þessa mynd ættu allir rasistar að sjá, hún er það góð að hún ætti að hafa einhver áhrif á þá.
Mynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Irvine Welsh. Hún segir frá heróínfíklinum Mark Renton (Ewan McGregor) sem leiðir okkur í gegnum líf sitt og baráttuna við fíknina.
Þetta er ekki beint myndin sem fær mann til þess að vilja aldrei nokkurn tíma prófa, eða hún skilur allavega ekki eftir sig sama hroll og t.d. Christiane F. Mark fer fram og aftur í neyslunni, er orðinn pro í því að hætta en gefst alltaf að lokum upp á hinu “9am-5pm” lífi og heldur aftur á sömu braut. Heimur neyslunnar er sýndur á aðeins skoplegri hátt en venjulegt er, enda lendir Mark og hans vinir í alls konar fyndnum atburðum.
Vinahópur Marks er einkennileg blanda af bæði dópistum og öðrum vitleysingum. Af dópistunum ber fyrst að nefna Sick Boy (Jonny Lee Miller), algjöran siðblindingja sem á auðveldara en flestir með að sleppa við fíknina. Hann er iðulega með eitthvað “scheme” í gangi, hvort sem það er dópsala eða vændi. Ekkert er heilagt fyrir honum. Hann hefur einnig sjúklegan áhuga á Sean Connery og er alvitur um hans feril.
Næstur er Spud (Ewen Bremner), hann er heldur meinlaus heróínfíkill, virðist ekki hafa vitsmuni né hug til þess að svíkja nokkurn af vinum sínum, ólíkt því sem næstum allir vinir hans myndu gera við hann. Af edrú vinum hans er m.a. Tommy (Kevin McKidd), eini nokkurn veginn venjulegi einstaklingurinn í hópnum. Hann tekur aldrei dóp, lýgur ekki að neinum né svindlar. Eftir að hafa verið sagt upp af kærustunni lendir hann þó sama farveg og vinir sínir, fyrir tilstilli lyfjagjafar Marks. Annar vinurinn er Begbie (Robert Carlyle), snarvitlaus og siðblindur slagsmálahundur sem notar gróft ofbeldi í stað dóps. Hann myndi hiklaust drepa vini sína ef tilefni gæfist.
Þess má til gamans geta að í opnunaratriði myndarinnar, þar sem vinahópurinn er að spila fórbolta, má sjá hvern vin framkvæma fótbolta “moove” sem karakteræsir þá; Sick Boy reynir að brjóta leynilega á leikreglum og snarneitar því síðan, Begbie framkvæmir augljóst leikbrot og reynir ekki einu sinni að neita því, Spud markmaður hleypir boltanum i gegnum lappirnar á sér, á meðan Tommy sparkar eins fast og hann getur.
Allt í allt gerir þetta æðislega mynd sem er alltaf gaman að horfa á, í senn fyndin, sorgleg, vel leikin og flott tekin. Svo er líka geðveikt gaman að hlusta á skoskan hreim.
7. Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain
Þetta er mynd sem ég held að allir sem hana hafa séð elska. Hún hefur allavega verið lengi í uppáhaldi hjá mér, alveg síðan ég sá hana í Háskólabíóinu fyrir ca. 7 árum.
Við fylgjumst með lífi Amelie Poulain (Audrey Tautou) frá æsku til fullorðins ára. Hún er alin upp af tilfinningaköldum lækni og taugatrekktri móðir og hefur það mótað hana í heldur einstaka stúlku. Þar sem foreldrar hennar kenndu henni heima, eignaðist hún aldrei vini og var svo allt til fullorðinsára hennar. Hún býr ein, vinnur sem gengilbeina á kaffihúsi og lifir lífinu með sínum vanagangi þar til einn daginn finnur hún í íbúð sinni lítið box, sem ungur strákur hafði falið þar fyrir mörgum árum síðan. Frá því augnabliki breytist líf hennar þar sem hún ákveður að koma þessu boxi til síns rétta eiganda og gerast reglulegur góðverkari, skyldi hann taka því vel.
Upp frá því fer hún að hjálpa alls konar fólki, án þess að það viti endilega hver er að hjálpa sér.
Úr verður þessi einkar hugljúfa og fyndna franska mynd sem manni líður alltaf vel eftir að hafa horft á. Audrey Tautou er æðisleg í hlutverki Amelie, soundtrack Yann Tiersen hreinn unaður og allt við hana er bara svo gott eitthvað. Þetta er algjör feel-good movie sem allir ættu að eiga.
Monday, November 3, 2008
top ten-part deux
2. Fight Club
Dásamlega ofbeldisfull mynd leikstýrð af David Fincher, byggð á samnefndri skáldsögu Chuck Palahniuk.
Myndin fjallar fyrst og fremst um nafnlausan karakter, leikinn af Edward Nortan. Hann er ungur maður, fastur í hvítflippaveröld og Ikea-innréttingum og hefur um nokkurn tíma þjáðst af svefnleysi. Eftir sex mánuði af svefnlausum nóttum dettur hann af nokkurs konar tilviljun inn í stuðningshóp fyrir menn með eistnakrabba. Hann verður brátt háður slíkum stuðningshópum þar sem þar getur hann sleppt sér og opnað sig, sem gerir honum kleyft að sofa á ný. En því miður kemur inn í líf hans önnur manneskja sem sækir alla fundi án þess að vera með sjúkdóm, Marla Singer (Helena Bonham Carter). Að nýju getur hann ekki grátið og því ekki sofið.
Í byrjun myndarinnar, sem byrjar í raun á endanum, vísar hann til þess að nokkurn veginn öll sú vitleysa sem hefur sér átt stað megi rekja til Marla. Eins og flestir vita getur svefnleysi leitt af sér geðveiki og átti það sér einmitt stað fyrir sögumanninn. Eftir fleiri svefnlausar nætur eftir komu Mörlu, hittir sögumaðurinn mann að nafni Tyler Durden (Brad Pitt). Tyler er níhilisti, gjörsamlega á móti öllum nútíma-auglýsingaherferðum, hann er í raun allt sem sögumaðurinn er ekki.
Óvæntur atburður á sér stað og sögumaðurinn flytur inn til Tylers í gjörsamlega niðurnítt húsnæði hans á víðavangi, en eyðilagða húsnæðið átti í myndinni að tákna hinn eyðilagða heim karakteranna. Eitt kvöldið er þeir eru að slást sér til gamans, laða þeir að sér nokkra áhorfendur og málin þróast, þannig að lokum hafa þeir stofnað slagsmálshóp, Fight Club. Í klúbbinn komu menn af allri tegund, og þá sérstaklega týpur sögumannsins, hvítflippar sem vilja sleppa frá raunveruleikanum. Hópurinn þróast og áður en sögumaðurinn veit af er Tyler búinn að búa til sinn eiginn litla her sem vinnur hnitmiðað að því að eyðileggja þennan kapítalsta heim sem þeir búa í.
Þess á milli er Tyler að sofa hjá Mörlu, sögumannsins til mikils ama. Þau eru aldrei þrjú saman í herbergi og Tyler bannar sögumanninum að tala um sig við hana.
Plot myndarinnar hafði mig engan veginn órað fyrir. Ég las að leikstjórinn hafi meirað segja ýtt undir vott af samkynhneigð milli Tylers og sögumannsins til að rugla áhorfendann um komandi lok. Í geðveiki sinni, sem kom í kjölfar svefnleysis, hafði sögumaðurinn búið til sitt “alter ego”, Tyler Durden. Tyler segir honum að hann stjórni líkama hans þegar hann sofi, en smátt og smátt sé hann að taka alveg yfir og að sögumaðurinn muni að lokum verða hann. Maður getur lesið það úr myndinni ef maður tekur eftir að líkami Tylers er stöðugt að byggjast upp meðan sögumannsins hrörnar. Að lokum þegar kemur að hápunkti “Project Mayhem”, verkefni litla hersins, confrontast þessir tveir karakterar eftir að sögumaðurinn hefur komist að sannleikanum, en hann nær að deyða Tyler með því að skjóta sig í hausinn.
Þessi mynd er alveg gífurlega góð, allt við hana er vandað, tökurinar, handritið og leikaraskapur til fyrirmyndar. David tekst alveg að skapa þá spennu og óróa í áhorfendanum sem hann hefur leitað eftir. Ein af þeim myndum sem ég get horft á aftur og aftur, þótt núna viti ég plottið. Líka mjög mikill og fróðlegur nihilista boðskapurinn í henni, gott að horfa á hana ef maður er eitthvað þreyttur á lífinu. Algjört must-see masterpiece sem allir eiga að hafa séð!
3. City of God (Cidade de Deus)
Brasilískt glæpadrama af bestu gerð, leikstýrð af Fernando Meirelles og Kátia Lund. Myndin er sannsöguleg, byggð á sögunni af stríðinu milli Knockout Ned (Mané Galinha) og Litla Zé (Zé Pequeno) í úthverfi Rio de Janeira, slummi í Brasilíu sem kallað hefur verið Borg Guðs, þótt ekkert guðlegt sé við hverfið.
Sögumaður myndarinnar er Rocket (Busqa Pé) en hann skiptir sögunni í margar litlar sögur sem spanna yfir tvo áratugi í hverfinu.
Rocket er hlédrægur, hefur engan áhuga á ofbeldi, ólikt mörgum í hverfinu hans en hans megin áhugi tengist ljósmyndum. Maðurinn sem Rocket er byggður á er enn á lífi og náði hann að láta draum sinn rætast um það að verða ljósmyndari.
Tveir aðrir strákar á sama aldri og Rocket koma mikið við sögu, en þar eru þeir Li’l Zé og Benny. Þeir hafa verið bestu vinir frá unga aldri og meginpartur myndarinnar gerist þegar þeir eru orðnir 18 ára gamlir og eru orðnir farsælir eiturlyfjasalar. Þeir eru algjörar andstæður, Li’l Zé þjáist af algerri siðblindu, hann er óaðlaðandi, gjörsamlega illur og andstyggilegur, en Benny er vinsæll meðal allra, hippi í hugsunarhætti og hefur heillandi persónuleika.
Aðeins einn annar dópsali er í hverfinu sem heitir Carrot, en hann fær að vera í friði vegan vinskapar sins við Benny. En fyrir mistök er Benny skotinn og lætur lífið og stofnar þá Li’l Zé til stríðs við Carrot, sem fær í lið með sér Knockout Ned, kærasti stelpur sem Li’l Zé nauðgaði eftir að hún hafnaði dansboði hans.
Þess má geta að Li’l Zé hét upprunalega Li’l Dice en við átján ára aldur fór hann til galdramanns sem endurskírði hann og gaf honum heillagrip sem hann setti um hálsinn á honum með þeim skipunum að hann mætti aldrei drýgja hór með þetta á sér, ella yrði hann feigur. Eftir að ég sá myndina í annað skipti tók ég eftir að þegar hann nauðgar kærustu Knockout Neds er hann með gripinn um hálsinn og er það einmitt fyrirboði um það sem kemur síðar í myndinni.
Á meðan öllu þessu stendur nær Rocket að fylgjast með í gegnum linsuna á myndavél og var hann eini ljósmyndarinn sem gat verið innan veggja Borgar Guðs, og varð auðvitað heimsfrægur fyrir það á endanum.
Myndin er ótrúlega raunveruleg, leikararnir voru víst fyrst og fremst bara krakkar úr hverfinu og þau sýna mjög góðan leik þrátt fyrir ungan aldur. Þar sem þetta er einstök saga verður úr þessi frábæra mynd, sem er engum öðrum lík.
4. Eternal Sunshine of the Spottles mind.
Ótrúlega frumleg og vel leikin mynd eftir franska leikstjórann Michel Gondry, þar sem Jim Carrey og Kate Winslet fara á kostum. Myndin fjallar í stuttu máli um þjónustu sem sér um það að eyða sársaukafullum minningum fólks, t.d. eftir dauðsfall eða sambandsslit.
Myndin byrjar í raun öfugu megin þar sem Joel (Carrey) og Clementine (Winslet) hittast á förnum vegi og enda saman á deiti, hvorugt vitandi það að þau eru fyrrverandi elskendur sem eiga sér langa sögu.
Hún gerist fyrst og fremst í huga Joels, meðan verið er að eyða öllum minningum hans um Clementine. Eru þar notaðir mjög flottir effektar og góð klipping til þess að ná fram alveg einsakri upplifun hjá áhorfendanum. Minningarnar verða sífellt óljósari, umhverfin virðist hrynja í sundur og karakterar hverfa.
Boðskapur myndarinn virðist beinlýnis vera sá “ it’s better to have loved and lost then never to have loved at all” sem Joel kemst einmitt að á ferð sinni um minningarnar. Hann áttar sig á því að það er þess virði að finna fyrir ástarsorginni, þar sem hann myndi ekki vilja fórna sínum bestu minningum með Clementine.
Þessi mynd er alveg einstök, hér er kafað djúpt í eðli ástarinnar og huga fólks. Maður getur lært ýmislegt af henni, sérstaklega ef maður á í sambandserfiðleikum. Þetta er allavega mynd sem mér þykir endalaust vænt um.
Friday, October 31, 2008
Heimildarmyndir
Linda sér vissulega að þetta er enginn venjulegur karakter og ákveður að gera heimildarmynd um hann. Hún tekur hann upp á sína arma eftir 11. september, þar sem hún býður honum að dvelja í íbúð sinni meðan hún reynir að finna annan dvalarstað.
Myndin snýst ekki einungis um Jimmy sem listamann, heldur fræðir hann okkur líka um sína fortíð, þ.á.m. veru hans í búðunum sem allir Japanir í Bandaríkjunum voru skikkaðir í þegar seinni heimstyrjöldin gekk yfir. Hann hefur fest minningar sínar í myndunum sem hann hefur gert og leiðir okkur í gegnum hverja mynd með sorglegum sögum úr fortíð sinni. Hann gefur okkur þannig mikla innsýn á líf Japana í Bandaríkjunum á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hann hafði til að mynda misst samband við alla fjölskyldumeðlimi sína og vissi ekki hvort systkini sín væri lífs eða liðin.
Jimmy er ótrúlega stoltur listamaður, hann lítur niður á alla “ commercial art” þ.e. þá listamenn sem mála sem söluvænastar myndir og selja þær túristum á götunni. Hann hefur gert þá fórn að búa frekar á götunni en að selja sig sem listamaður. Listin er honum allt, hún virðist hafa bjargað honum að ná sér eftir að hafa misst alla fjölskyldu sínu og það að búa á götunni.
Þegar Linda ber fyrir honum þá tillögu að flytja inn í velferðarhúsnæði, tekur Jimmy heldur illa í það, enda hefur hann ansi mikið stolt. Linda sýnir honum þó eina af aðstöðum aldraðra í borginni, þar sem hann fær leyfi til að kenna listatíma og virðist hann hafa mjög gaman af.
Myndin sýnir okkur einnig áhugaverð samskipti Lindu og Jimmy. Jimmy er til að mynda mjög illa við það að Linda sé úti lengi á kvöldin og eitt kvöldið situr hann með hendina fyrir brjóstið og lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að þessi einhleypa stúlka sé ekki komin heim svo seint á kvöldi. Ýmsir slíkir hlutir fara auðvitað í taugar Lindu, en samt sem áður virðast þau verða betri og betri vinir eftir því sem líður á sambúðina.
Linda hjálpar einnig Jimmy við að finna gamla ættingja. Hún finnur í dagblaði einu ljóðaskáld að nafni Janice Mirikitani og hefur samband við hana. Þar sem aðeins var ein Mirikitani ætt í Japan komast þau að því að þau voru skyldmenni. En hjartnæmasta stundin er fundurinn á systur Jimmys, sem hann hafði ekki séð í fjöldamörg ár. Þau eiga sitt fyrsta samtal síðan þau voru ungt fólk i gegnum síma þar sem þau ræðast við um nútíð og fortíð, svona ekta feel good moment í myndinni.
Í endann kemur Linda honum í góða íbúð þar sem hann getur hengt upp myndirnar sínar og málað að vild, þeim báðum til mikillar gleði.
Saga Jimmys er frekar ótrúleg og falleg frásögn, svo úr varð þessi stórgóða heimildarmynd. Linda nær mjög vel að sýna fram á einstakan persónuleika Jimmys, hann fær alveg að njóta sín í myndinni. Henni tekst mjög vel til, miða við það að hún virðist hafa verið í fullri vinnu meðan tökum stóð og vann myndin verðlaun árið 2006 á Tribeca kvikmyndahátíðinni.
Þetta er allavega mjög góð heimildarmynd sem flestir ættu að hafa gaman af!
Triumph des Willens
Gríðarlega löng áróðursmynd nasista frá árinu 1935. Veit ekki alveg hversu mikið er hægt að blogga um þessa mynd, þar sem hún skiptist í stuttu máli á ræðum Hitlers og annara nasistaflokksleiðtoga og marseringa. Hún er eftir leikstjórann Leni Riefenstahl og var Hitler sjálfur óopinber framleiðandi. Þetta er ein þekktasta áróðursmynd kvikmyndasögunnar og þykir Leni takast andi vel til við að fá áhorfendur á sitt band með notkun tónlistarinnar og mismunandi tökuaðferðum.
Myndin byrjar með þvílikum skotum af æstum stuðningsmönnum Hitlers, haldandi úti höndum öskrandi Heil Hitler. Hitler er alltaf i þvílíku mikilmennsku hlutverki í myndinni og er greinilegt hversu mikils hann var metinn á þessum tíma.
Einnig er atriði úr ungmennabúðum nasista þar sem ungir menn eru sýndir við leik og virðast allir vera að skemmta sér gífurlega vel. Svo koma mest megnis skot af afar vel skipulögðum marseringum hermanna og þauláhrifamiklum ræðum Hitlers og annarra.
Myndin endar með flutningi Hitlers á einni af sínum frægustu ræðum og allir hlustendur öskra “Sieg Heil!” honum til lofs.
Sé maður einlægir áhugamaður um Nasisma eða Hitler er myndin örugglega hin besta skemmtun, en ég er ekki alveg í þeim hópi þannig ég var farin að missa athygli eftir hálftíma af marseringu. Auðvitað samt sem áður áhugverð mynd, hálfhlægilegt að sjá hversu mikið fólk gleypti við því sem Hitler tróð inn í hausinn á þeim.
Tuesday, October 21, 2008
reykjavík-rotterdam og óskar jónasson
Myndin fjallar í stuttu máli fyrst og fremst um Kristófer, leikinn af Baltasari Kormáki. Kristófer er ungur, tveggja barna faðir í Reykjavík sem, ásamt konu sinni, vinnur hörðum höndum að reyna að ná endum saman. Hann er á skilorði eftir áfengissmygl og vinnur sem næturvörður hjá securitas (hehe) á heldur lélegum launum.
Peningaleysi og örvænti hrekur hann þó í sama far og neyðist hann til að snúa baki við lögin og leggja stund á smygl á ný. Hann býður þar vissulega hættunni heim og fáum við að gægjast í undirheim smyglsins, handrukkara og aðstandanda.
Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem ég hef séð þar sem ég hef ekki fengið aulahroll. Það er svo oft í íslenskum myndum að leikararnir eru svo leikhúslærðir að allar línur eru sagðar með þvílíkum tilþrifum þannig maður sér þetta engan veginn fyrir sér i raunverulegu lífi. Í þessari mynd er hins vegar samansafn úrvalsleikara sem sýna að þeir eru engu síðri í kvikmyndum en á sviði.
Hún hélt manni gjörsamlega á þræðinum, enda handritið skrifað, ásamt Óskari, af hinum frábæra sakamálasögurithöfundi Arnaldi Indriðasyni. Plottið er mjög gott og ekki of flókið. Ennig er ekki langt í húmorinn. Allt í allt mynd sem allir geta haft gaman af.
Við fengum sjálfan leikstjórann, Óskar Jónasson, í heimsókn til okkar og fengum að spyrja hann út i myndina, leikstjórn og kvikmyndagerð á Íslandi. Hann fræddi okkur um kostnað þess að gera svona mynd, hvernig fjármögnun kvikmynda virkar á Íslandi o.s.frv.
Hann talaði einnig um almenna kvikmyndagerð á Íslandi. Sjálfur kvaðst hann hafa mun gaman af að vinna í sjónvarpi þar sem þar gegnu hlutirnir mun hraðar fyrir sig en í kvikmyndum. Hann sagði okkur einnig frá hvernig hann og Arnaldur unnu saman a handritinu og hvernig það hefði verið að lekstýra svona stórri mynd. Svo spjallaði hann við okkur um almenna kvikmyndagerð, hvernig hann léki sér að því að brjóta reglur við tökur og fleira. Mjög gaman að fá hann í heimsókn, alltaf gaman að vita hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin.
Allavega stórgóð mynd sem enginn íslendingur ætti að missa af, alveg 1300 kallsins virði! Veljum íslenskt maður.
Friday, October 10, 2008
RIFF meiri meiri
Ég ætla að fjalla um restina sem ég sá á RIFF, en það voru myndirnar Up The Yangtze, Squeeze Box! og Heavy Metal in Baghdad.
Up The Yangtze
Þetta er heimildarmynd sem fjallar fyrst og fremst um unga stúlku, Yu Shui.
Yu Shui býr með fjölskyldunni sinni í niðurnýddum kofa við rætur Yangtze fljótsins. Yfirborð fjótsins hækkar stöðugt og fjölskyldan veit að hún mun bráðum þurfa að flytja híbýli sín eitthvert annað. Foreldar Yu eru afar fátækir bóndar með þrjú börn að framfleyta. Í byrjun myndarinnar er Yu Shui greinilega að klára grunnskóla/menntaskóla og vill ólm halda áfram í framhaldskóla. Því miður kostar það mikinn pening og foreldrar hennar hafa engan veginn efni á að framfleyta henni áfram í nám. Þau segja að hún verði að fá sér vinnu og senda fjölskyldunni pening til hjálpar.
Yu endar á því að fá vinnu á skemmtiferðaskipi á fljótinu sem myndi að lokum taka heimili fjölskyldu hennar.
Myndin sýnir okkur síðan leiðangur hennar á skipinu, hvernig henni tekst að þrauka langt frá fjölskyldu sinni, vinum og án náms.
Skipið er fullt af ríkum könum og öðrum túristum og maður sér vel hvað þessi ferðamannaiðnaður er ótrúlega eitthvað idiot proofed.
Yu tekst vel til og lagar sig að breyttum aðstæðum að lokum. Hún nær að kyngja óréttlæti þess að fá ekki að fara í skóla áfram og vinna vinnu með frekar dauðum enda.
Einnig koma fram í myndinni viðtöl við kínverja sem hafa þurft að flytja heimili sín sökum fljótsins og óréttlætinu sem þeir mættu frá yfirvöldum.
Myndin er góð innsýn inn í heim undirstétt kína og sýnir okkur enn og aftur hvað við eigum það gott, hjá okkur er sjálfsagt mál að fara í framhaldsnám (eða allavega pre-kreppa). Mæli með þessari!
Squeeze Box!
Frábær heimildamynd um dragdrottningarokkbar í New York á 10. áratugunun. Þetta var alveg einstakur staður sem varð á endanum einn vinsælasti rokkbar í New York og dróg að sér þotulið djammsenunnar (Björk til dæmis, hehe), hvort sem það voru hommar eður ei. Mjög skemmtilegar upptökur af tónleikum sem voru haldnir og inn á milli viðtöl við fyrrum fastagesti gefa manni mjög góða sýn á hvernig þetta var. Ein skemmtilegasta myndin sem ég sá hátíðinni, mjög flott, fyndin og áhugaverð sem allir hafa örugglega gaman af!
Heavy Metal In Baghdad
Heimildarmynd sem fjallar um einu starfandi metalhljómsveitina í Baghdad á tímum þess sem Bandaríkjamenn réðust á Írak. Upptökumennirnir fylgja þessum strákum frá því þegar Saddam var enn við stjórn og þangað til Bandaríkjamenn voru búnir að taka fyrir og þeir höfðu neyðst til þess að flýja land. Ég held þeir hafi ekki alveg haft nógu mikið efni í þessa mynd, þar sem hljómsveitin var eiginlega ekkert starfandi eftir innrásina. Hún fjallar eiginlega meira bara um ástandið í Írak og áhrif þess á venjulega íbúa. Margt sem hefði mátt betur fara í henni. Svo sem ágætis mynd, en ég mæli ekkert sérstaklega með henni.
Tuesday, September 30, 2008
RIFF
Il y a longtemps que je t'aime
Frönsk mynd eftir leiksjórann Philippe Claudel. Myndin fjallar um þær systur, Juliette og Lea sem hafa ekki hist í fjölda mörg ár. Juliette hefur verið fangi allan þennan tíma og býr yfir því hræðilega leyndarmáli að hafa valdið barni sínu dauða. Hún á erfitt með að detta aftur inn í venjulegt daglegt líf, enda allir vinir hennar horfnir og flestir ástvinir búnir að afneita henni. Lea hefur gert sér gott líf og býr í stóru húsi með hamingjusamri fjölskyldu sinni. Hún er staðráðin í því að hjálpa systur sinni að komast aftur á báða fætur en þorir þó aldrei að spyrja hví hún myrti sitt eigið barn. Myndin er vel leikin og vönduð, áhorfandanum er haldið spenntum í gegnum alla myndina þar sem ástæða morðsins kemur ekki fram fyrr en í blálokin. Myndin sýnir fram á styrk fjölskyldubanda og mannleg samskipti, hversu langt maður gengur fyrir fólkið sem maður elskar í lífi sínu. Mæli eindregið með henni.Mjög áhrifamikil og "eye-opening" heimildarmynd um vissa spillingu meðal kanadísku lögreglunnar. Höfundur heimildarmyndarinnar, Tiffany Burns, lendir í því að 19 ára bróðir hennar og vinur hans eru dæmdir fyrir hrottalegt morð á fjölskyldu vinarins. Sönnunargögn eru nánast engin, né ástæða en til var upptaka tekin af undercover lögreglunni þar sem strákarnir virðast játa á sig glæpinn þar sem þeir halda að þeir séu að tala við einhvern mafíósa sem lofar þeim háum fjárhæðum í stað fyrir nokkra greiða.
Tiffany ákveður að rannsaka þessa aðferð lögreglunnar við að ná játningu úr fólki, svo kölluð "Mr.Big" aðferðin. Hún ræðir við nokkra sem hafa lent í svokölluðu " Mr. Big sting" en það er kallað þegar lögreglan hefur fundið einhver grunaðan og ákveður nokkurn veginn að þetta sé manneskjan sem þeir ætli að dæma fyrir glæpinn og gera hvað þeir geta til að koma því framgengt.
Lögreglan beitir afar lágkúrulegum aðferðum, dulbýr sig sem einhvers konar glæpamann og reynir að sá sakborninginn á sitt band með áfengisgjöfum, loforðum um peninga og jafnvel hótunum varðandi fjölskyldu og vini viðkomandi sakbornings. Þeir beita eins konar heilaþvotti og virðast geta fengið hvern sem er til að játa á sig glæp sem þeir hafa ekki framið.
Í myndinni ræðir Tiffany einnig við sálfræðinga sem segja þetta sé viðurkennt fyrirbæri, að snúa saklausri manneskju þannig að hún haldi að hún geti játað á sig glæp.
Eftir níu ár í fangelsi í bið eftir réttarhöldum er bróðir Tiffany og vinur hans dæmdir í lífstíðarfangelsi án valmöguleika um reynsulausn.
Tiffany nær þó nokkurn veginn að sanna fyrir áhorfanda að bróðir hennar sé saklaus með því að benda á mögnuð sönnunargögn sem lögreglan lítur framhjá því þeir virðast ekki hafa áhuga á neinum öðrum en hinum fyrsta grunaða.
Maður fær alveg hroll þegar maður hugsar um það óréttlæti sem þeir vinirnir þurfa að sæta, að því gefnu að þeir séu saklausir, og að því er virðist fjölda margir aðrir sem verða fyrir barðinu á þessu svokallaða Mr. Big prógrammi.
Mjög spennandi og áhugaverð heimildarmynd sem allir verða að sjá.
Ég veit ekki alveg hversu mikið ég get skrifað um þessa mynd, annað en það að þetta var sem sagt tónleikaupptaka af Lou Reed að flytja plötu sína, Berlin, sem var afar mislukkuð þegar hún fyrst kom út. Mæli með myndinni fyrir harða Lou Reed aðdáendur, ég er reyndar ekki alveg einn af þeim, enda þekkti ég bara gömlu Velvet Underground lögin sem hann tók á tónleikunum. En ljúf tónlist og yndæl mynd samt sem áður.
Hálfgerð tilviljun að ég fór á þessa, ætlaði á rökkurmyndina Zift en þar sem Birta og Íris voru að fara á þessa ákvað ég að fljóta með, svona upp á félagsskapinn.
Og sé ekki eftir því! Þessi mynd er alveg einstaklega hugljúf. Hún fjallar um hinn 67 ára gamla Odd Horten sem fær loksins að setjast í helgan stein eftir að hafa keyrt lest í fjöldamörg ár. Málið er að hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að eyða dögunum sínum í þessu nýja fríi sínu og lendir hann því í alls konar hlægilegum uppákomum.Odd er rosalega mellow gaur, virðist taka allri vitleysunni með stóístkri ró. Maður svona hálfglottir alla myndina yfir því sem hann lendir í.
Myndin er mjög vel leikin og allt eitthvað svo einlægt og gott í henni. Ekta norskur húmor og viss kalhæðni einkenna hana. Hún er líka eintaklega vel gerð, flott skotin og vel valdur leikarahópur, sem gera þetta að frábærri mynd! Þessa ættu allir hiklaust að sjá.
Jæja, ég hef ekki alveg orku í að skrifa um meir í bili. Hyggst mæta á fyrirlestur um Argentíska kvikmyndagerð samtímans á morgun! Sjáum hvernig það fer.
Monday, September 22, 2008
numero uno- topp tíu
Heyheyhey
Þá er komi að því að byrja á þessum blessaða topp tíu lista. Ég hef samt eiginlega ekki hugmynd um hvernig ég á að raða í hann. En ég veit upp á hár hvaða mynd ég set í númer eitt. Gjöriðisvovel.
1.The Big Lebowski.
Ég sá þessa mynd fyrst með bróður mínum og vini hans þegar ég var svona 12 ára. Við vorum ein heima og færðum sófann út á mitt gólf, bara svona til að gera eitthvað sem við gætum ekki gert þegar mamma og pabbi væru heima. Ég skildi voða lítið í henni þá og fannst hún ekkert sérstök. Það var ekki fyrr en ég sá hana aftur á RÚV í 10. bekk. Þá sá ég eitthvað meira við hana. Ég fékk hana gjörsamlega á heilann og gat ekki hætt að kvóta úr henni allan 10. bekk. Loks keypti Kristín vinkona mín hana handa mér í Frakklandi svo ég gæti horft á hana aftur og aftur.
Allavega, myndin fjallar sem sagt fyrst og fremst um aðalhetjuna Jeffrey “The Dude” Lebowski. The Dude er erkiletingi, atvinnulaus Los Angeles-búi sem eyðir tímanum í mestu í að reykja gras og spila keilu. Einn daginn tekur lif hans óvænta stefnu þegar honum er ruglað saman við milla, nafna sinn, sem platar hann í að ná trophy-konunni sinni aftur úr höndum mannræningja. Það sem The Dude er algjör fokk-up gengur þetta auðvitað ekki eins vel og vona skal og úr verður þessi frábæra saga.
Eins og sniðugir vita er þessi mynd bæði skrifuð og leikstýrð af Coen-bræðrum og fer Jeff Bridges með aðalhlutverkið. Coen-bræðurnir eru þekktir fyrir einstakan húmor og merkilega karaktera í kvikmyndum sínum, sem bregst ekki í þessari mynd. Hver karakter hefur sín einkenni, sinn húmer og one-liner gegnum myndina.
Þar ber líklega fyrst að nefna The Dude. Eins og ég sagði þá er hann atvinnuleysingi og virðist hafa litlar áhyggjur af reikningum, húsaleigum og ástarmálum, þ.e. öllu því sem fullorðið fólk á að hafa áhyggjur af. Hans uppáhalds drykkur er hvítur rússi og er hann iðuleg með einn slíkan við hönd í myndinni. Minnir mig svoldið á Skapta Jónsson vin minn, nema Skapti er meira fyrir að drekka en að reykja gras. Í tækinu er svo alltaf Creedence Cleerwater Revival. Þetta er svona karakter sem maður verður að elska. Hann gefur manni þægilega sýn á lífið, hans aðal lífspeki er nokkurn veginn “fuck it, let’s go bowling”, gott svar við nútímastressinu.
The Dude er víst byggður á náunga sem heitir Jeff Dowd sem er góðkunningi Coen-bræðra, fyrrverandi hermaður og var meðlimur “the Seattle Seven” eins og Dude segist hafa verið hluti af í myndinni. Nokkur atriði í myndinni gerðust víst í raun og veru fyrir Dowd sjálfan. The Dude er allavega ódauðlegur karakter og ég vildi að ég gæti sagt að hann væri mín fyrirmynd, en þá væri ég líklegast ekki í MR.
Næst ætti að nefna besta vin Dude’s, Walter Sobchak, leikinn af John Goodman. Walter barðist í Víetnam stríðinu og virðist aldrei hafa náð sér eftir það, því alla myndina vitnar hann í stríðið og er sífellt að bera það saman við raunveruleikann. Hann er fráskilinn og virðist hafa verið í ansi stuttri ól hjá sinni fyrrverandi þar sem hann er enn að gera skítaverk fyrir hana og heldur fast í gyðingdóm sinn sem hann tók upp við hjónabandið. Stríðið virðist hafa fokkað svoldið í skapinu hans, enda missir hann stjórn á því nokkrum sinnum, með tilheyrandi Víetnam tilvitnunum. Hann er frábær karakter, gæti ekki ímyndað mér annan en John Goodman að túlka hann, enda sýnir hann snilldartakta í myndinni.
Þá er það annar vinur Dude’s, Theodore Donald "Donny" Kerabatsos, túlkaður af meistaranum Steve Buscemi. Hann er hluti af keiluliðinu, mjög passívur karakter sem virðist alltaf vera út úr umræðunni og fær því iðulega línuna ,,Shut the fuck up, Donny!” frá Walter. Ég las að það væri vísun í myndina Fargo, sem Coen bræður gerðu einnig, en þar leikur Steve Buscemi bófann Carl Showalter, sem heldur eiginlega aldrei kjafti í myndinni. Þessi karakter hefði held ég ekki verið geranlegur án Buscemis og mynda þessir þrír leikarar þennann frábæra keiluhóp í myndinni.
Auki þeirra eru auðvitað aðrir góðir leikarar á borð við Julianne Moore, Philip Seymore Hoffman og John Turturro (Jesus Quintana) ásamt fleirum sem fara öll með afbragðs leik í myndinni.
Myndin er með frekar einkennandi soundtracki, í flestum atriðum rennur lagið inn í senuna og heyrist í útvarpinu þegar líður á atriðið. Svoldið sérstök blanda af tónlist, Santana, Creedence, Bob Dylan og Nina Simone svo eitthvað sé nefnt. Lagið sem minnir mig samt alltaf mest á þessa mynd er Just Dropped In með Kenny Rogers, sem kemur í súrrelíska trip-draumnum sem Dude fær eftir ansi sterkan drykk. Frábær sena.
Merkilegt er að þegar The Big Lebowski kom út var hún ekki beint box office hit, en fékk samt sem áður góða dóma hjá gagnrýnendum og að sjálfsögðu hjá áhorfendum. Í dag er hún orðin eins konar cult mynd og eru til ótal fan síður, varningur og nú síðast heyrði ég af svokölluðum The Big Lebowski ráðstefnum sem haldnar eru um víða veröld. Það er meira að segja byrjað að halda slíkar ráðstefnur á Íslandi, að sjálfsögðu í keiluhöllinni. Þá mætir fólk í búningum, borgar fyrir einn leik og hvítann rússa og er svo að koma með línur úr myndinni í gegnum keiluleikinn. Svo var líka haldið Big Lebowski kvöld á sjálfum Kaffibarnum í sumar, sem ég missti því miður af.
Allavega, þið sem lásuð þetta og hafið ekki séð þessa blessuðu mynd, hlussisti út næstu leigu og takið hana, hún mun bjarga deginum ykkar.
KVEÐJA HELGA!
Friday, September 12, 2008
stuttmyndagerð
Laugardaginn 6. september hittumst við, ég, Anton, Pétur, Maggi og Tómas til þess að búa til litla stuttmynd.
Strákarnir höfðu hist kvöldið áður til þess að koma einhverjum hugmyndum í pott, en ég komst ekki vegna anna. Þeir voru allavega búnir að ákveða það að ég ætti að leika aðalhlutverkið.
Þema myndarinnar var leti, og þar sem ég var svoldið þunn þurfti ég ekki að leggja mikið í leikaraskapinn.
Við fórum á Skólafélags- og Framtíðarskrifstofurnar og drógum upp skítugan pels fyrir mig sem lyktaði eins og dautt dýr, en það var allt í lagi.
Við byrjuðum í cösu, reyndum að gera eitt sófahornið pínu heimilslegt með því að hengja upp "drottin blessi heimilið" mynd eins og flestir eru með í svefnherberginu sínu.
Þar næst brutumst við inn í einhvern skúr til þess að taka "labba út" atriðið. Okkur fannst skúrinn hæfa þemanu þar sem latt fólk nennir gjarnan ekki að kaupa sér hús.
Síðan röltum við um Þingholtin og ákváðum myndina nokkurn veginn eftir því sem leið á daginn. Eina hugmyndin sem við byrjuðum með var að ég væri stelpa sem ætti að fara með brauð til ömmu sinnar. Þar sem ekki var mikið talað né að gerast í þessari leið stelpunnar til ömmu sinnar reyndum við bara að leggja mest upp úr skemmtilegum skotum og draga leti hennar sem mest fram.
Eins og glöggir vita endar myndin með því að lata stelpan hendir brauðinu í tjörnina og lýgur síðan að mömmu sinni að hún sé búin að afgreiða málið. Algjöör.
Þetta var allavega skemmtilegur laugardagur og gaman að vinna með strákunum, þeir eru ansi sniðugir.
Bless, Helga
Thursday, August 28, 2008
sundance shorts
Mynd 1. By Modern Measure
Myndin fjallar um tvö ungmenni í Bandaríkjunum sem hittast af tilviljun fyrir utan Taco Bell. Undir talar í hálf-mónatónískum tóni sögumaðurinn, franskur félagsfræðingur, sem segir frá degi þeirra og hvernig kynnin þróast . Myndin er svarthvít og virkar svoldið á mann eins og gömul upptaka af fjölskyldufríi. Ég naut allavega rómantíkarinnar í þessu og fannst þetta ágætis mynd, þótt lítið hafi gerst.
Mynd 2. Count Backwards from Five
Ég týndist nú alveg í þessari. Myndin var samansafn óskýrra myndbanda og undir voru spiluð samtöl milli Bandaríkjamanna sem töluðu um fíknir og fleira. Ég get voða lítið sagt meira þar sem ég náði engan veginn að halda þræði í myndinni.
Mynd 3. Breadmakers
Þessi minnti mig nú meira á heimildarmynd heldur en stuttmynd, en í myndinni er fylgst með fötluðu fólki við störf sín i bakaríi. Þetta er eiginlega bara upptaka af týpískum degi hjá þeim, þau hnoða degið og taka við pöntunum og hafa samskipti við samstarfsmenn sína. Það var áhugavert að sjá hvernig þau tjáðu sig á ólíkan máta og mismundandi hegðun þeirra, en að öðru leiti fannst mér ekkert mikið varið í myndina.
Mynd 4. Because Washington is Hollywood for Ugly People
Mjög skemmtileg og flott ádeila á Bandaríkin og nútíma auglýsingar. Þetta var svona klippt-út teiknimynd, líkt South Park með flottu rímnaflæði undir. Hún var afar flott sjónrænt og áhugavert hvað var verið að segja. Gott efni.
Mynd 5. Adventure of B. & M: The Boss
Ótrulega fyndin tölvugerð mynd um tvö eistu sem vilja gera uppreisn gegn " The Boss ", þ.e. typpinu. Þeir ræða sín á milli hversu ósanngjarnt er að hann fái alltaf allan heiðurinn í kynlífi og þeir gleymist, þegar þeir eru í raun að sjá um alla vinnuna, að eigin sögn. Þessi fékk mig allavega til að hlæja og mér fannst þetta ansi frumleg hugmynd.
Mynd 6. I am Gay
Þessi mynd fjallar um Svíann Alex sem hefur haldið samkynhneigð sinni leyndri fyrir fjölskyldu sinni í mörg ár og ætlar loks að afhjúpa leyndarmálið. Málið er að fjölskyldan hans er grísk og heldur þar af leiðandi fast í grískar hefðir og þar er samkynhneigð ekki tekin í mál. Alex er sögumaðurinn í myndinni og leiðir okkur í gegnum vaxandi stig hræðslu eftir því sem líður á matarboðið þar sem hann hafði ætlað að koma út úr skápnum fyrir fjölskyldunni. Inn á milli koma bráðfyndin skot af hugsunum hans um hvað hver einstaklingur í fjölskyldunni mun gera þegar að segir þeim fréttirnar. Þetta er svona létt og skemmtileg mynd sem allir geta haft gaman af. Mér fannst þetta allavega ein skemmtilegasta mynd þessarar sýningar.
Mynd 7. Missing
Bernand er staddur í stofunni sinni með konunni sinni þegar hún fær símtal um það að hann sé horfinn. Af stað fer heilmikil leit og lögreglan hefur rannsókn, meðan Bernand fylgist allan tímann með án þess að nokkur maður vilji viðurkenna tilvist hans. Afar fyndin mynd og vel leikin. Belgíumenn eru greinilega með góðar hugmyndir. Ég allavega mæli sterklega með þessari!
Mynd 8. Laura in Action
Myndin fjallar um Lauru, unga stúlku sem vill koma sér á framfæri sem teiknimyndasöguhöfundur (geez, langt orð), en lendir í hremmingum á leið sinni. Það var eitthvað við þessa mynd sem minnti mig á sápuóperu. Bæði var leikurinn frekar slappur og einum of ýktur og svo var hún líka frekar hallærisleg. Ég veit ekki hvort hún átti að vera svona hallærisleg eða hvort þetta séu bara Danir. Laura var stöðugt að tengja atburðina sem gerðust í hennar lífi við atburði úr myndasögunni og inn á milli komu teiknimyndaskot, sem voru reyndar alveg flott. En ég fékk eiginlega smá kjánahroll þegar ég horfði á hana og get ekki sagt að þetta sé einhver gæðamynd.
Mynd 9. Like Father Like Death
Mynd númer tvö um homma. Faðir mætir á fund son síns eftir langan aðskilnað, en hann hafði skilið við fjölskyldu sína þegar hann kom út úr skápnum. Nú vill hann ná sáttum en sonur hans er ekki á sama máli og mætir með skammbyssu. Kraftmikil mynd um raunir þessa unga manns. Maður finnur til með báðum aðilum, bæði af því að pabbinn getur ekkert af því gert hvernig hann er og sonurinn getur ekkert af því gert hvernig hann er orðinn. Mér fannst þetta allavega mjög góð spennudrama.
Mynd 10. Drake
Þetta er afar stutt stuttmynd um föður sem vill bara ná einni mynd af sér og fjölskyldunni í fallegu sólsetrinu. Myndin er hljóðlaus og mjög flott tekin þar sem aðeins sést sólalagið og svo eru karakterarnir í skugga. Eiginlega svoldið eins og málverk. Allavega mjög góð mynd fyrir augað.
Tuesday, August 26, 2008
docs!
Mynd 1-Magapína.
Myndin hófst með eins konar neysluáróðri og fór svo út upptöku af vel blóðgumsaðri aðgerð á kýr sem var álitin vera orðin háð plastpokum. Magi hennar þurfti að vera hreinsaður og undir talaði sögumaður allan tímann á íslenskuhreims ensku. Mér fannst þetta vera svolítið eins og einhver mynd sem maður væri látinn horfa á í líffræði. Upptakan var greinilega frá fyrri tíð enda ekki í mjög góðum gæðum. Svo sem ágætis hugmynd að snúa plastáti vitlausrar kúar í ádeilu á nútíma neyslu og fíknir. Samt sem áður get ég ekki sagt að mér hafi fundist hún upp á marga fiska, enda hef ég ekkert svo gaman af hráum og vel zoomuðum myndatökum af innyflum og viðbjóði.
Mynd 2-Sagan um Svein Kristján Bjarnason.
Áhugaverð saga um mann sem ég vissi ekki einu sinni að hefði verið til. Þetta var ansi týpísk heimildarmynd með hefðbundnum viðtölum og skotum af gömlum myndum og upptökum inn á milli. Svolítill History Channel blær yfir þessu. Hún var heldur löng að mínu mati og var ég farin að halla mér í stólnum undir lokin. En vönduð og fræðandi heimildarmynd ef maður vildi vita allt um Svein Kristján Bjarnason.
Mynd 3-Ketill.
Myndin um hin stórmerkilega mann Ketil Larsen sem hefur skapað sér nafn sem sérkennilegur listamaður í Reykjavík. Fylgst er með honum í sínum daglegu athöfnum og reynt að sína fram á hversu einstakur og ljóðrænn persónuleiki hann er. Mér fannst myndin skemmtilega tekin og ég hafði gaman að henni, þótt Ketill sjálfur hefur víst ekki lagt blessun sína yfir hana. Hún var heldur stutt og náði kannski ekki að sýna allt sem hann hefur að geyma. Þrátt fyrir það fannst mér þetta ánægjuleg heimildarmynd um einstakan mann.
Mynd 4-Kjötborg.
Að mínu mati besta mynd dagsins. Sýnir gamla vesturbæinn í svo yndislegu ljósi. Gott að vita að það eru enn til ekta kaupmenn í Reykjavík. Myndin sýnir hina venjulegu daga í lífi þeirra bræðra Gunnars og Kristjáns sem hafa rekið í fjöldamörg ár hverfisbúðina Kjötborg. Okkur var veitt innsýn inn í daglegt líf þeirra og fastakúnna búðarinnar. Þeir reka hana af heilum hug og hjarta og virðast gera hvað sem er fyrir kúnna sína. Myndin nær vel að ná stemmingunni í búðinni og er afar ánægjulegt að fylgjast með enda eru ekki margar svona verslanir eftir í Reykjavík. Skotin í myndinni eru óvenju flott miða við að þetta hafa örugglega ekki verið auðveldar tökuaðstæður og þetta gefur allt saman mjög raunverulega mynd af búðinni. Að mínu mati einstaklega hugljúf og skemmtileg mynd sem ég mæli eindregið með.
Já, alltaf gaman í bíó. Ég ætlaði aftur klukkan 23 en var víst búin að lofa pabba að fara með honum á Dark Knight (aftur). Það var líka awwesoome en það vita það allir sem hana hafa séð.
Ég afsaka hvað ég er slappur penni, er alveg úr æfingu en þetta kemur!
Góða nótt!