Monday, November 17, 2008

top ten-part trois

5. American History X

Stórgóð ádeila á ný-nasisma í Bandaríkjunum. Myndin er frá árinu 1998 og fallar fyrst of fremst um tvo bræður, Derek og Danny Vinyard, leikna af Edward Norton og Edward Furlong.

Derek er efnilegur námsmaður sem unglingur, en eftir að faðir hans, slökkviliðsmaður, er myrtur af svörtum dópsala við vinnu sína, endurmótast hugsanir hans algjörlega og hann verður gjörsamlega heilaþveginn af speki ný-nasismans. Myndin hefst með grófu morði Dereks á tveim svertingjum sem voru að brjótast inn í hús fjölskyldu hans. Eftir það er hann dæmdur í fangelsi og er myndin tvískipt, í fortíð og nútíð. Lífið eftir fangelsið er sýnt í lit á meðan lífið fyrir og meðan i fangelsinu er í svarthvítu, kannski eins konar vísun í það að líf hans fyrir fangelsið var gjörsamlega svart og hvítt.

Á meðan Derek afplánar dóminn virðist bróðir hans vera að fara sama veg og bróðir sinn og tileinka sér hugsunarhátt nýnasista. Sem tilraun til að bjarga honum skikkar skólastjórinn hann til að skrifa ritgerð um bróðir sinn og allt sem tengist handtöku hans. Er því Danny sögumaðurinn í þeim pörtum myndarinnar sem eiga að gerast fyrir fangelsið.

Í fangelsinu neyðist Derek til að vinna með svörtum strák, þeim manni sem myndi á endanum gjörbreyta hugsunarhætti hans. Veran í fangelsinu endurmótaði hann gjörsamlega, vakti hann til lífsins með hversu fáfróður hann hafði verið áður og er hann yfirgefur fangelsið er hann staráðinn í að leyfa ekki bróðir sínum að falla í sömu gryfju og hann gerði.

Fortíð hans bíður hans samt sem áður heima og er nýju viðhorfum hans ekki beint tekið opnum örmum. Tekur því við hjá honum erfið barátta við að flýja fortíð sína og bjarga bróðir sínum frá henni.

Þessi mynd er ótrúlega góð í alla staði, Edward Norton stendur sig alveg frábærlega ásamt hópi annarra góðra leikara. Það að skipta tíðunum með lit og svarthvítu gerir líka mikið fyrir áhrif áhorfendans. Þessa mynd ættu allir rasistar að sjá, hún er það góð að hún ætti að hafa einhver áhrif á þá.

6. Trainspotting

Mynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Irvine Welsh. Hún segir frá heróínfíklinum Mark Renton (Ewan McGregor) sem leiðir okkur í gegnum líf sitt og baráttuna við fíknina.

Þetta er ekki beint myndin sem fær mann til þess að vilja aldrei nokkurn tíma prófa, eða hún skilur allavega ekki eftir sig sama hroll og t.d. Christiane F. Mark fer fram og aftur í neyslunni, er orðinn pro í því að hætta en gefst alltaf að lokum upp á hinu “9am-5pm” lífi og heldur aftur á sömu braut. Heimur neyslunnar er sýndur á aðeins skoplegri hátt en venjulegt er, enda lendir Mark og hans vinir í alls konar fyndnum atburðum.

Vinahópur Marks er einkennileg blanda af bæði dópistum og öðrum vitleysingum. Af dópistunum ber fyrst að nefna Sick Boy (Jonny Lee Miller), algjöran siðblindingja sem á auðveldara en flestir með að sleppa við fíknina. Hann er iðulega með eitthvað “scheme” í gangi, hvort sem það er dópsala eða vændi. Ekkert er heilagt fyrir honum. Hann hefur einnig sjúklegan áhuga á Sean Connery og er alvitur um hans feril.

Næstur er Spud (Ewen Bremner), hann er heldur meinlaus heróínfíkill, virðist ekki hafa vitsmuni né hug til þess að svíkja nokkurn af vinum sínum, ólíkt því sem næstum allir vinir hans myndu gera við hann. Af edrú vinum hans er m.a. Tommy (Kevin McKidd), eini nokkurn veginn venjulegi einstaklingurinn í hópnum. Hann tekur aldrei dóp, lýgur ekki að neinum né svindlar. Eftir að hafa verið sagt upp af kærustunni lendir hann þó sama farveg og vinir sínir, fyrir tilstilli lyfjagjafar Marks. Annar vinurinn er Begbie (Robert Carlyle), snarvitlaus og siðblindur slagsmálahundur sem notar gróft ofbeldi í stað dóps. Hann myndi hiklaust drepa vini sína ef tilefni gæfist.

Þess má til gamans geta að í opnunaratriði myndarinnar, þar sem vinahópurinn er að spila fórbolta, má sjá hvern vin framkvæma fótbolta “moove” sem karakteræsir þá; Sick Boy reynir að brjóta leynilega á leikreglum og snarneitar því síðan, Begbie framkvæmir augljóst leikbrot og reynir ekki einu sinni að neita því, Spud markmaður hleypir boltanum i gegnum lappirnar á sér, á meðan Tommy sparkar eins fast og hann getur.

Allt í allt gerir þetta æðislega mynd sem er alltaf gaman að horfa á, í senn fyndin, sorgleg, vel leikin og flott tekin. Svo er líka geðveikt gaman að hlusta á skoskan hreim.


7. Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain

Þetta er mynd sem ég held að allir sem hana hafa séð elska. Hún hefur allavega verið lengi í uppáhaldi hjá mér, alveg síðan ég sá hana í Háskólabíóinu fyrir ca. 7 árum.

Við fylgjumst með lífi Amelie Poulain (Audrey Tautou) frá æsku til fullorðins ára. Hún er alin upp af tilfinningaköldum lækni og taugatrekktri móðir og hefur það mótað hana í heldur einstaka stúlku. Þar sem foreldrar hennar kenndu henni heima, eignaðist hún aldrei vini og var svo allt til fullorðinsára hennar. Hún býr ein, vinnur sem gengilbeina á kaffihúsi og lifir lífinu með sínum vanagangi þar til einn daginn finnur hún í íbúð sinni lítið box, sem ungur strákur hafði falið þar fyrir mörgum árum síðan. Frá því augnabliki breytist líf hennar þar sem hún ákveður að koma þessu boxi til síns rétta eiganda og gerast reglulegur góðverkari, skyldi hann taka því vel.

Upp frá því fer hún að hjálpa alls konar fólki, án þess að það viti endilega hver er að hjálpa sér.

Úr verður þessi einkar hugljúfa og fyndna franska mynd sem manni líður alltaf vel eftir að hafa horft á. Audrey Tautou er æðisleg í hlutverki Amelie, soundtrack Yann Tiersen hreinn unaður og allt við hana er bara svo gott eitthvað. Þetta er algjör feel-good movie sem allir ættu að eiga.

2 comments:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 9 stig.

Ef þér finnst gaman að hlusta á skoskan hreim ættirðu að prófa að lesa Trainspotting, skáldsöguna sem myndin er gerð eftir. Hún er nefnilega öll skrifuð með skoskum hreim!

helga said...

jáh hef lesið hana! tók sinn tíma að skilja hana hehe. fannst það hjálpa að hafa séð myndina samt.
en ég bíð spennt eftir að lesa porno, framhaldið. heyrði að það sé stefnt að því að gera mynd eftir henni líka, þegar leikararnir eru orðnir nógu gamlir svo það sé raunverulegt.