Monday, September 22, 2008

numero uno- topp tíu

Heyheyhey

Þá er komi að því að byrja á þessum blessaða topp tíu lista. Ég hef samt eiginlega ekki hugmynd um hvernig ég á að raða í hann. En ég veit upp á hár hvaða mynd ég set í númer eitt. Gjöriðisvovel.

1.The Big Lebowski.

Ég sá þessa mynd fyrst með bróður mínum og vini hans þegar ég var svona 12 ára. Við vorum ein heima og færðum sófann út á mitt gólf, bara svona til að gera eitthvað sem við gætum ekki gert þegar mamma og pabbi væru heima. Ég skildi voða lítið í henni þá og fannst hún ekkert sérstök. Það var ekki fyrr en ég sá hana aftur á RÚV í 10. bekk. Þá sá ég eitthvað meira við hana. Ég fékk hana gjörsamlega á heilann og gat ekki hætt að kvóta úr henni allan 10. bekk. Loks keypti Kristín vinkona mín hana handa mér í Frakklandi svo ég gæti horft á hana aftur og aftur.

Allavega, myndin fjallar sem sagt fyrst og fremst um aðalhetjuna Jeffrey “The Dude” Lebowski. The Dude er erkiletingi, atvinnulaus Los Angeles-búi sem eyðir tímanum í mestu í að reykja gras og spila keilu. Einn daginn tekur lif hans óvænta stefnu þegar honum er ruglað saman við milla, nafna sinn, sem platar hann í að ná trophy-konunni sinni aftur úr höndum mannræningja. Það sem The Dude er algjör fokk-up gengur þetta auðvitað ekki eins vel og vona skal og úr verður þessi frábæra saga.

Eins og sniðugir vita er þessi mynd bæði skrifuð og leikstýrð af Coen-bræðrum og fer Jeff Bridges með aðalhlutverkið. Coen-bræðurnir eru þekktir fyrir einstakan húmor og merkilega karaktera í kvikmyndum sínum, sem bregst ekki í þessari mynd. Hver karakter hefur sín einkenni, sinn húmer og one-liner gegnum myndina.

Þar ber líklega fyrst að nefna The Dude. Eins og ég sagði þá er hann atvinnuleysingi og virðist hafa litlar áhyggjur af reikningum, húsaleigum og ástarmálum, þ.e. öllu því sem fullorðið fólk á að hafa áhyggjur af. Hans uppáhalds drykkur er hvítur rússi og er hann iðuleg með einn slíkan við hönd í myndinni. Minnir mig svoldið á Skapta Jónsson vin minn, nema Skapti er meira fyrir að drekka en að reykja gras. Í tækinu er svo alltaf Creedence Cleerwater Revival. Þetta er svona karakter sem maður verður að elska. Hann gefur manni þægilega sýn á lífið, hans aðal lífspeki er nokkurn veginn “fuck it, let’s go bowling”, gott svar við nútímastressinu.

The Dude er víst byggður á náunga sem heitir Jeff Dowd sem er góðkunningi Coen-bræðra, fyrrverandi hermaður og var meðlimur “the Seattle Seven” eins og Dude segist hafa verið hluti af í myndinni. Nokkur atriði í myndinni gerðust víst í raun og veru fyrir Dowd sjálfan. The Dude er allavega ódauðlegur karakter og ég vildi að ég gæti sagt að hann væri mín fyrirmynd, en þá væri ég líklegast ekki í MR.

Næst ætti að nefna besta vin Dude’s, Walter Sobchak, leikinn af John Goodman. Walter barðist í Víetnam stríðinu og virðist aldrei hafa náð sér eftir það, því alla myndina vitnar hann í stríðið og er sífellt að bera það saman við raunveruleikann. Hann er fráskilinn og virðist hafa verið í ansi stuttri ól hjá sinni fyrrverandi þar sem hann er enn að gera skítaverk fyrir hana og heldur fast í gyðingdóm sinn sem hann tók upp við hjónabandið. Stríðið virðist hafa fokkað svoldið í skapinu hans, enda missir hann stjórn á því nokkrum sinnum, með tilheyrandi Víetnam tilvitnunum. Hann er frábær karakter, gæti ekki ímyndað mér annan en John Goodman að túlka hann, enda sýnir hann snilldartakta í myndinni.

Þá er það annar vinur Dude’s, Theodore Donald "Donny" Kerabatsos, túlkaður af meistaranum Steve Buscemi. Hann er hluti af keiluliðinu, mjög passívur karakter sem virðist alltaf vera út úr umræðunni og fær því iðulega línuna ,,Shut the fuck up, Donny!” frá Walter. Ég las að það væri vísun í myndina Fargo, sem Coen bræður gerðu einnig, en þar leikur Steve Buscemi bófann Carl Showalter, sem heldur eiginlega aldrei kjafti í myndinni. Þessi karakter hefði held ég ekki verið geranlegur án Buscemis og mynda þessir þrír leikarar þennann frábæra keiluhóp í myndinni.

Auki þeirra eru auðvitað aðrir góðir leikarar á borð við Julianne Moore, Philip Seymore Hoffman og John Turturro (Jesus Quintana) ásamt fleirum sem fara öll með afbragðs leik í myndinni.

Myndin er með frekar einkennandi soundtracki, í flestum atriðum rennur lagið inn í senuna og heyrist í útvarpinu þegar líður á atriðið. Svoldið sérstök blanda af tónlist, Santana, Creedence, Bob Dylan og Nina Simone svo eitthvað sé nefnt. Lagið sem minnir mig samt alltaf mest á þessa mynd er Just Dropped In með Kenny Rogers, sem kemur í súrrelíska trip-draumnum sem Dude fær eftir ansi sterkan drykk. Frábær sena.

Merkilegt er að þegar The Big Lebowski kom út var hún ekki beint box office hit, en fékk samt sem áður góða dóma hjá gagnrýnendum og að sjálfsögðu hjá áhorfendum. Í dag er hún orðin eins konar cult mynd og eru til ótal fan síður, varningur og nú síðast heyrði ég af svokölluðum The Big Lebowski ráðstefnum sem haldnar eru um víða veröld. Það er meira að segja byrjað að halda slíkar ráðstefnur á Íslandi, að sjálfsögðu í keiluhöllinni. Þá mætir fólk í búningum, borgar fyrir einn leik og hvítann rússa og er svo að koma með línur úr myndinni í gegnum keiluleikinn. Svo var líka haldið Big Lebowski kvöld á sjálfum Kaffibarnum í sumar, sem ég missti því miður af.

Allavega, þið sem lásuð þetta og hafið ekki séð þessa blessuðu mynd, hlussisti út næstu leigu og takið hana, hún mun bjarga deginum ykkar.


KVEÐJA HELGA!

1 comment: