Friday, September 12, 2008

stuttmyndagerð

Haya!

Laugardaginn 6. september hittumst við, ég, Anton, Pétur, Maggi og Tómas til þess að búa til litla stuttmynd.
Strákarnir höfðu hist kvöldið áður til þess að koma einhverjum hugmyndum í pott, en ég komst ekki vegna anna. Þeir voru allavega búnir að ákveða það að ég ætti að leika aðalhlutverkið.
Þema myndarinnar var leti, og þar sem ég var svoldið þunn þurfti ég ekki að leggja mikið í leikaraskapinn.
Við fórum á Skólafélags- og Framtíðarskrifstofurnar og drógum upp skítugan pels fyrir mig sem lyktaði eins og dautt dýr, en það var allt í lagi.
Við byrjuðum í cösu, reyndum að gera eitt sófahornið pínu heimilslegt með því að hengja upp "drottin blessi heimilið" mynd eins og flestir eru með í svefnherberginu sínu.
Þar næst brutumst við inn í einhvern skúr til þess að taka "labba út" atriðið. Okkur fannst skúrinn hæfa þemanu þar sem latt fólk nennir gjarnan ekki að kaupa sér hús.
Síðan röltum við um Þingholtin og ákváðum myndina nokkurn veginn eftir því sem leið á daginn. Eina hugmyndin sem við byrjuðum með var að ég væri stelpa sem ætti að fara með brauð til ömmu sinnar. Þar sem ekki var mikið talað né að gerast í þessari leið stelpunnar til ömmu sinnar reyndum við bara að leggja mest upp úr skemmtilegum skotum og draga leti hennar sem mest fram.
Eins og glöggir vita endar myndin með því að lata stelpan hendir brauðinu í tjörnina og lýgur síðan að mömmu sinni að hún sé búin að afgreiða málið. Algjöör.
Þetta var allavega skemmtilegur laugardagur og gaman að vinna með strákunum, þeir eru ansi sniðugir.

Bless, Helga