Myndin fjallar í stuttu máli fyrst og fremst um Kristófer, leikinn af Baltasari Kormáki. Kristófer er ungur, tveggja barna faðir í Reykjavík sem, ásamt konu sinni, vinnur hörðum höndum að reyna að ná endum saman. Hann er á skilorði eftir áfengissmygl og vinnur sem næturvörður hjá securitas (hehe) á heldur lélegum launum.
Peningaleysi og örvænti hrekur hann þó í sama far og neyðist hann til að snúa baki við lögin og leggja stund á smygl á ný. Hann býður þar vissulega hættunni heim og fáum við að gægjast í undirheim smyglsins, handrukkara og aðstandanda.
Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem ég hef séð þar sem ég hef ekki fengið aulahroll. Það er svo oft í íslenskum myndum að leikararnir eru svo leikhúslærðir að allar línur eru sagðar með þvílíkum tilþrifum þannig maður sér þetta engan veginn fyrir sér i raunverulegu lífi. Í þessari mynd er hins vegar samansafn úrvalsleikara sem sýna að þeir eru engu síðri í kvikmyndum en á sviði.
Hún hélt manni gjörsamlega á þræðinum, enda handritið skrifað, ásamt Óskari, af hinum frábæra sakamálasögurithöfundi Arnaldi Indriðasyni. Plottið er mjög gott og ekki of flókið. Ennig er ekki langt í húmorinn. Allt í allt mynd sem allir geta haft gaman af.
Við fengum sjálfan leikstjórann, Óskar Jónasson, í heimsókn til okkar og fengum að spyrja hann út i myndina, leikstjórn og kvikmyndagerð á Íslandi. Hann fræddi okkur um kostnað þess að gera svona mynd, hvernig fjármögnun kvikmynda virkar á Íslandi o.s.frv.
Hann talaði einnig um almenna kvikmyndagerð á Íslandi. Sjálfur kvaðst hann hafa mun gaman af að vinna í sjónvarpi þar sem þar gegnu hlutirnir mun hraðar fyrir sig en í kvikmyndum. Hann sagði okkur einnig frá hvernig hann og Arnaldur unnu saman a handritinu og hvernig það hefði verið að lekstýra svona stórri mynd. Svo spjallaði hann við okkur um almenna kvikmyndagerð, hvernig hann léki sér að því að brjóta reglur við tökur og fleira. Mjög gaman að fá hann í heimsókn, alltaf gaman að vita hvernig hlutirnir virka bak við tjöldin.
Allavega stórgóð mynd sem enginn íslendingur ætti að missa af, alveg 1300 kallsins virði! Veljum íslenskt maður.
1 comment:
Fín færsla. 5 stig.
Post a Comment