yo
Ég ætla að fjalla um restina sem ég sá á RIFF, en það voru myndirnar Up The Yangtze, Squeeze Box! og Heavy Metal in Baghdad.
Up The Yangtze
Þetta er heimildarmynd sem fjallar fyrst og fremst um unga stúlku, Yu Shui.
Yu Shui býr með fjölskyldunni sinni í niðurnýddum kofa við rætur Yangtze fljótsins. Yfirborð fjótsins hækkar stöðugt og fjölskyldan veit að hún mun bráðum þurfa að flytja híbýli sín eitthvert annað. Foreldar Yu eru afar fátækir bóndar með þrjú börn að framfleyta. Í byrjun myndarinnar er Yu Shui greinilega að klára grunnskóla/menntaskóla og vill ólm halda áfram í framhaldskóla. Því miður kostar það mikinn pening og foreldrar hennar hafa engan veginn efni á að framfleyta henni áfram í nám. Þau segja að hún verði að fá sér vinnu og senda fjölskyldunni pening til hjálpar.
Yu endar á því að fá vinnu á skemmtiferðaskipi á fljótinu sem myndi að lokum taka heimili fjölskyldu hennar.
Myndin sýnir okkur síðan leiðangur hennar á skipinu, hvernig henni tekst að þrauka langt frá fjölskyldu sinni, vinum og án náms.
Skipið er fullt af ríkum könum og öðrum túristum og maður sér vel hvað þessi ferðamannaiðnaður er ótrúlega eitthvað idiot proofed.
Yu tekst vel til og lagar sig að breyttum aðstæðum að lokum. Hún nær að kyngja óréttlæti þess að fá ekki að fara í skóla áfram og vinna vinnu með frekar dauðum enda.
Einnig koma fram í myndinni viðtöl við kínverja sem hafa þurft að flytja heimili sín sökum fljótsins og óréttlætinu sem þeir mættu frá yfirvöldum.
Myndin er góð innsýn inn í heim undirstétt kína og sýnir okkur enn og aftur hvað við eigum það gott, hjá okkur er sjálfsagt mál að fara í framhaldsnám (eða allavega pre-kreppa). Mæli með þessari!
Squeeze Box!
Frábær heimildamynd um dragdrottningarokkbar í New York á 10. áratugunun. Þetta var alveg einstakur staður sem varð á endanum einn vinsælasti rokkbar í New York og dróg að sér þotulið djammsenunnar (Björk til dæmis, hehe), hvort sem það voru hommar eður ei. Mjög skemmtilegar upptökur af tónleikum sem voru haldnir og inn á milli viðtöl við fyrrum fastagesti gefa manni mjög góða sýn á hvernig þetta var. Ein skemmtilegasta myndin sem ég sá hátíðinni, mjög flott, fyndin og áhugaverð sem allir hafa örugglega gaman af!
Heavy Metal In Baghdad
Heimildarmynd sem fjallar um einu starfandi metalhljómsveitina í Baghdad á tímum þess sem Bandaríkjamenn réðust á Írak. Upptökumennirnir fylgja þessum strákum frá því þegar Saddam var enn við stjórn og þangað til Bandaríkjamenn voru búnir að taka fyrir og þeir höfðu neyðst til þess að flýja land. Ég held þeir hafi ekki alveg haft nógu mikið efni í þessa mynd, þar sem hljómsveitin var eiginlega ekkert starfandi eftir innrásina. Hún fjallar eiginlega meira bara um ástandið í Írak og áhrif þess á venjulega íbúa. Margt sem hefði mátt betur fara í henni. Svo sem ágætis mynd, en ég mæli ekkert sérstaklega með henni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fín færsla. 6 stig.
Post a Comment