Heyy.
Ég ætla að skrifa um mynd sem ég var að horfa á.
FULL METAL JACKET
Stríðsmynd leikstýrð af Stanley Kubrick byggð á skáldsögu Gustav Harford.
,,This is my riffle, this is my gun, this is for fighting, this is for fun"
Hún hefst á því að sýna hóp óþjálfaðra hermanna mæta í æfingabúðir hersins á meðan Víetnam stríðið geysaði.
Eins og er í flestum hermyndum er yfirmaðurinn ógnvænlegur og vinnur markvisst að því að brjóta hermennina niður, til þess að byggja þá aftur upp sterkari en þeir voru.
Sögumaður myndarinnar er hermaðurinn James Davis, útnefndur Private Joker af yfirmanninum, og fáum við söguna frá hans sjónarhorni.
Yfirmaðurinn kemur hart fram við alla og gefur mörgum gælunöfn, en einn af hermönnunum tekur hann sérstaklega fyrir, Leonar Lawrence "Gomer Pyle". Gomer féll illa í kramið á honum frá byrjun, hann er hægur, klunnalegur og feitur, sem er ekki eftirsóttir eiginleikar í hermanni.
Yfirmaðurinn refsar öllum hópnum fyrir mistök Gomers og fær því hópinn til þess að hata hann að lokum.
Öll þessi mótstaða lætur hann að lokum ganga af göflum og hefna sín heiftarlega á yfirmanninum. Því næst gerist myndin í Víetnam árið 1968, þar sem Private Joker er orðinn fréttaritar i stíðinu fyrir Stars and Stripes, fréttarit hermanna í Víetnam.
Hann fer á milli staða og tekur viðtölum við mismunandi hermenn og fjallar um afstöðu þeirra gagnvart stíðinu.
Þetta er ekki þessi týpíska stríðsmynd, þó það séu nokkur mjög flott skotatriði í henni. Með viðtölum sínum við hermennina fáum við frekari innsýn inn í líf þeirra og upplifun í þessu umdeilda stíði. Hún sýnir vel fram á fáranleika stríðs og hversu slæm áhrif það getur haft á þá sem í því taka þátt.
Kubrick bregst okkur ekki með með fyrirmyndar leikstjórn og handritaskrif.
Þessi er allavega möst í öll DVD söfn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
6 stig.
Post a Comment