Monday, November 3, 2008

top ten-part deux

Varúð! Umfjallanirnar innihalda spoilera!

2. Fight Club

Dásamlega ofbeldisfull mynd leikstýrð af David Fincher, byggð á samnefndri skáldsögu Chuck Palahniuk.

Myndin fjallar fyrst og fremst um nafnlausan karakter, leikinn af Edward Nortan. Hann er ungur maður, fastur í hvítflippaveröld og Ikea-innréttingum og hefur um nokkurn tíma þjáðst af svefnleysi. Eftir sex mánuði af svefnlausum nóttum dettur hann af nokkurs konar tilviljun inn í stuðningshóp fyrir menn með eistnakrabba. Hann verður brátt háður slíkum stuðningshópum þar sem þar getur hann sleppt sér og opnað sig, sem gerir honum kleyft að sofa á ný. En því miður kemur inn í líf hans önnur manneskja sem sækir alla fundi án þess að vera með sjúkdóm, Marla Singer (Helena Bonham Carter). Að nýju getur hann ekki grátið og því ekki sofið.

Í byrjun myndarinnar, sem byrjar í raun á endanum, vísar hann til þess að nokkurn veginn öll sú vitleysa sem hefur sér átt stað megi rekja til Marla. Eins og flestir vita getur svefnleysi leitt af sér geðveiki og átti það sér einmitt stað fyrir sögumanninn. Eftir fleiri svefnlausar nætur eftir komu Mörlu, hittir sögumaðurinn mann að nafni Tyler Durden (Brad Pitt). Tyler er níhilisti, gjörsamlega á móti öllum nútíma-auglýsingaherferðum, hann er í raun allt sem sögumaðurinn er ekki.

Óvæntur atburður á sér stað og sögumaðurinn flytur inn til Tylers í gjörsamlega niðurnítt húsnæði hans á víðavangi, en eyðilagða húsnæðið átti í myndinni að tákna hinn eyðilagða heim karakteranna. Eitt kvöldið er þeir eru að slást sér til gamans, laða þeir að sér nokkra áhorfendur og málin þróast, þannig að lokum hafa þeir stofnað slagsmálshóp, Fight Club. Í klúbbinn komu menn af allri tegund, og þá sérstaklega týpur sögumannsins, hvítflippar sem vilja sleppa frá raunveruleikanum. Hópurinn þróast og áður en sögumaðurinn veit af er Tyler búinn að búa til sinn eiginn litla her sem vinnur hnitmiðað að því að eyðileggja þennan kapítalsta heim sem þeir búa í.

Þess á milli er Tyler að sofa hjá Mörlu, sögumannsins til mikils ama. Þau eru aldrei þrjú saman í herbergi og Tyler bannar sögumanninum að tala um sig við hana.

Plot myndarinnar hafði mig engan veginn órað fyrir. Ég las að leikstjórinn hafi meirað segja ýtt undir vott af samkynhneigð milli Tylers og sögumannsins til að rugla áhorfendann um komandi lok. Í geðveiki sinni, sem kom í kjölfar svefnleysis, hafði sögumaðurinn búið til sitt “alter ego”, Tyler Durden. Tyler segir honum að hann stjórni líkama hans þegar hann sofi, en smátt og smátt sé hann að taka alveg yfir og að sögumaðurinn muni að lokum verða hann. Maður getur lesið það úr myndinni ef maður tekur eftir að líkami Tylers er stöðugt að byggjast upp meðan sögumannsins hrörnar. Að lokum þegar kemur að hápunkti “Project Mayhem”, verkefni litla hersins, confrontast þessir tveir karakterar eftir að sögumaðurinn hefur komist að sannleikanum, en hann nær að deyða Tyler með því að skjóta sig í hausinn.


Þessi mynd er alveg gífurlega góð, allt við hana er vandað, tökurinar, handritið og leikaraskapur til fyrirmyndar. David tekst alveg að skapa þá spennu og óróa í áhorfendanum sem hann hefur leitað eftir. Ein af þeim myndum sem ég get horft á aftur og aftur, þótt núna viti ég plottið. Líka mjög mikill og fróðlegur nihilista boðskapurinn í henni, gott að horfa á hana ef maður er eitthvað þreyttur á lífinu. Algjört must-see masterpiece sem allir eiga að hafa séð!



3. City of God (Cidade de Deus)

Brasilískt glæpadrama af bestu gerð, leikstýrð af Fernando Meirelles og Kátia Lund. Myndin er sannsöguleg, byggð á sögunni af stríðinu milli Knockout Ned (Mané Galinha) og Litla Zé (Zé Pequeno) í úthverfi Rio de Janeira, slummi í Brasilíu sem kallað hefur verið Borg Guðs, þótt ekkert guðlegt sé við hverfið.

Sögumaður myndarinnar er Rocket (Busqa Pé) en hann skiptir sögunni í margar litlar sögur sem spanna yfir tvo áratugi í hverfinu.

Rocket er hlédrægur, hefur engan áhuga á ofbeldi, ólikt mörgum í hverfinu hans en hans megin áhugi tengist ljósmyndum. Maðurinn sem Rocket er byggður á er enn á lífi og náði hann að láta draum sinn rætast um það að verða ljósmyndari.

Tveir aðrir strákar á sama aldri og Rocket koma mikið við sögu, en þar eru þeir Li’l Zé og Benny. Þeir hafa verið bestu vinir frá unga aldri og meginpartur myndarinnar gerist þegar þeir eru orðnir 18 ára gamlir og eru orðnir farsælir eiturlyfjasalar. Þeir eru algjörar andstæður, Li’l Zé þjáist af algerri siðblindu, hann er óaðlaðandi, gjörsamlega illur og andstyggilegur, en Benny er vinsæll meðal allra, hippi í hugsunarhætti og hefur heillandi persónuleika.

Aðeins einn annar dópsali er í hverfinu sem heitir Carrot, en hann fær að vera í friði vegan vinskapar sins við Benny. En fyrir mistök er Benny skotinn og lætur lífið og stofnar þá Li’l Zé til stríðs við Carrot, sem fær í lið með sér Knockout Ned, kærasti stelpur sem Li’l Zé nauðgaði eftir að hún hafnaði dansboði hans.

Þess má geta að Li’l Zé hét upprunalega Li’l Dice en við átján ára aldur fór hann til galdramanns sem endurskírði hann og gaf honum heillagrip sem hann setti um hálsinn á honum með þeim skipunum að hann mætti aldrei drýgja hór með þetta á sér, ella yrði hann feigur. Eftir að ég sá myndina í annað skipti tók ég eftir að þegar hann nauðgar kærustu Knockout Neds er hann með gripinn um hálsinn og er það einmitt fyrirboði um það sem kemur síðar í myndinni.

Á meðan öllu þessu stendur nær Rocket að fylgjast með í gegnum linsuna á myndavél og var hann eini ljósmyndarinn sem gat verið innan veggja Borgar Guðs, og varð auðvitað heimsfrægur fyrir það á endanum.

Myndin er ótrúlega raunveruleg, leikararnir voru víst fyrst og fremst bara krakkar úr hverfinu og þau sýna mjög góðan leik þrátt fyrir ungan aldur. Þar sem þetta er einstök saga verður úr þessi frábæra mynd, sem er engum öðrum lík.

4. Eternal Sunshine of the Spottles mind.

Ótrúlega frumleg og vel leikin mynd eftir franska leikstjórann Michel Gondry, þar sem Jim Carrey og Kate Winslet fara á kostum. Myndin fjallar í stuttu máli um þjónustu sem sér um það að eyða sársaukafullum minningum fólks, t.d. eftir dauðsfall eða sambandsslit.

Myndin byrjar í raun öfugu megin þar sem Joel (Carrey) og Clementine (Winslet) hittast á förnum vegi og enda saman á deiti, hvorugt vitandi það að þau eru fyrrverandi elskendur sem eiga sér langa sögu.

Hún gerist fyrst og fremst í huga Joels, meðan verið er að eyða öllum minningum hans um Clementine. Eru þar notaðir mjög flottir effektar og góð klipping til þess að ná fram alveg einsakri upplifun hjá áhorfendanum. Minningarnar verða sífellt óljósari, umhverfin virðist hrynja í sundur og karakterar hverfa.

Boðskapur myndarinn virðist beinlýnis vera sá “ it’s better to have loved and lost then never to have loved at all” sem Joel kemst einmitt að á ferð sinni um minningarnar. Hann áttar sig á því að það er þess virði að finna fyrir ástarsorginni, þar sem hann myndi ekki vilja fórna sínum bestu minningum með Clementine.

Þessi mynd er alveg einstök, hér er kafað djúpt í eðli ástarinnar og huga fólks. Maður getur lært ýmislegt af henni, sérstaklega ef maður á í sambandserfiðleikum. Þetta er allavega mynd sem mér þykir endalaust vænt um.

2 comments:

Siggi Palli said...

Eru City of God og Eternal Sunshine þá jafnar í 3. sæti?

Flott færsla. 9½ stig.

helga said...

nei úps! átti að vera 4. búnað breyta