Monday, February 2, 2009

franska kvikmyndahátíðin

Ég var svo heppin að sjá tvær myndir af frönsku kvikmyndahátíðinni, franska söngleikinn Les Chansons d'Amour og og kanadaísku C.R.A.Z.Y.
Ég ætla hinsvegar að skrifa um Crazy, þar sem ég hafði mun meiri ánægju af henni.

C.R.A.Z.Y

Í myndinni er fylgst með ævi kanadíska stráksins Zacharys allt frá móðurkviði, bókstaflega. Hann fæðist inn í hóp stórrar fjölskyldu á jóladag árið 1960. Vegna þessa fæðingadags síns hefur hann ávalt hatað jólin og gremst guði fyrir að hafa látið hann fæðast þennan dag, þar sem hann fékk aldrei að eiga almennilegan afmælisdag.
Hann lýsir bræðrum sínum eftir persónueinkennum sem fylgja þeim til fullorðinsára í myndinni, Antoine fékst aðalega við íþróttir, Christian er "sá gáfaði", stöðugt lesandi hvað sem hendi var næst og Raymond er uppreisnarseggur með unglingaveikina, sem Zac virðist fyrirlíta mest af þeim öllum.
Hann átti góða móður sem sýndi þeim bræðrunum öllum skilyrðislausa ást. Einnig átti hann upp að ca. 7 ára aldri góðan föður sem sýndi honum mikla væntumþykju og sem Zac leit mikið upp til.
Snemma á æviárum Zacs fór þó að birtast vottur af vissum hluta af honum sem var eitt það síðasta sem nefna mátti á þessum árum, samkynhneigð. Á þessum tíma var samkynhneigð rétt svo að brj
ótast fram, fólk vissi af því en vildi helst ekki heyra á það minnst og það þótti þvílík skömm að koma nálægt þessum lífshætti, hvað þá ala upp barn sem reyndist vera samkynhneigt. Því gjörbreytist viðhorf og framkoma föður Zacs gagnvart honum eftir að hann fær þá hugmynd að sonur hans gæti hugsanlega verið samkynhneigður.
Unglingsárin reyndust Zac vissulega erfiðust þar sem duldar tilfinningar samkynhneigðinnar voru stöðugt að reyna að brjótast fram á sjónarsviðið. Þrátt fyrir að það væri kominn 8. áratugurinn var þetta afar illa liðið og þráði Zac ekkert heitar en að vera bara venjulegar og geta gert föður sínum til geðs. Þráin var svo heit að hann ákveður að loka gjörsamlega á þessar hugsanir, bælir þær niður fram yfir tvítugsaldur og nær meirað segja að halda kærustu allan þann tíma. En sannleikurinn kemur oftar en ekki fram á endanum og gefst Zac loks upp á feluleiknum og opnar sig fyrir föður sínum, sem bregst að sjálfsögðu hinn versti við. Faðir hans segir honum basically að hann vilji heldur ekki vita af tilvist hans heldur en að viðurkenna samkynhneigð hans. Svo sterk hefur skömmin sem fylgdi þessu á þessum tíma verið.
Á meðan öllu þessu stóð hafði Raymond bróður Zacs fallið í djúpa gryfju eiturlyfjaneyslu sem dróg hann að lokum til dauða. Látið tekur mjög þungt á foreldrana og bræðurnar, þrátt fyrir að Raymond hafði verið til stöðugra vandræða frá æsku.
Það er mjög hjartfólgið moment í myndinni þegar faðirinn áttar sig á því, eftir að hafa jarðað eitt barnið sitt, að ekkert er þess virði að finna sársauka þess að missa afkvæmi og ákveður því að taka Zac opnum örmum eins og hann er.
Mér fannst þessu mynd frábær að mörgu leyti. Það er mjög skemmtilegt að sjá tíðarandann á þessum tíma, áttunda áratugnum, með tileyrandi klæðnaði og tónlist á borð við Pink Floyd og David Bowie. Einnig áhugavert að sjá hversu stutt er síðan meirihluti fólks leit á samkynhneigð sem einhvers konar sjúkdóm og merki um lélegt uppeldi. Þó að vísu er auðvitað fullt af fólki í heiminum í dag sem er enn á því máli.
Zac á mjög sérstakt og náið samband við móður sína sem veitir honum ávalt alla sína ást og virðist kæra sig kollótta um meinta samkynhneigð hans. Miða við hvernig faðir hans lét við hann, er móðirin örugglega ástæða þess að hann komst sæmilega í gegnum unglingsárin. Hann virðist ekki eiga náið samband við neinn af bræðrum sínum, enda kemur fram snemma í myndinni að honum finnist þeir allir frekar mikil fífl. Mestu samskipti sem koma fram í myndinni eru sennilega við bróðir hans, Raymond. Þrátt fyrir að Raymond hafði ævinlega komið heldur illa fram við bróðir sinn og uppnefnt hann homma, þykir Zac mjög vænt um hann þó hann sýni það aðeins í verki. Hefur þá sennilega þessi skilyrðislausa ást sem móðir hans aldi hann upp í náð í gegnum hann.
Þessi mynd tekur því vel á alls konar flóknum fjölskyldumálum og persónuvangaveltum. Hún er mjög vel gerð, bæði fyndin og sorgleg, en fyrst og fremst bara góð mynd sem ég allavega pældi í fram á næsta dag.