Blade Runner er bandarísk sci-fi mynd frá 1982, leikstýrð af Ridley Scott með Harrison Ford, Rutger Hauer og Sean Young í farabroddi.
Myndin á að eiga sér stað árið 2019 í Los Angeles þegar svokallaðar eftirhermur (replicants), sem eru óaðgreinanlegar frá venjulegum manneskjum, eru notaðar í hættulega vinnu fyrir nýlendur jarðar í geimnum úti.
Eftirhermur hafa verið gerðar ólöglegar á jörðinni og hafa sérstakar löggur, kallaðar “blade runners” verið fengnir til að veiða uppi og eyða þessum eftirhermum.
Þá kemur aðalhetjan Harrison Ford við sögu, fyrrum Blade Runner sem hefur hálfpartinn sagt sig lausan úr störfum og er plataður í eitt lokaverkefni, við að ná hættulegum hópi eftirherma sem viðhaldast í Los Angeles.
Það áhugaverðasta við myndina sem mér fannst við að horfa á hana núna, árið 2009 er að hún á að gerast eftir aðeins 10 ár. Eins og flestar myndir sem eiga að gerast í framtíðinni, sem gerðar voru fyrir 30 árum er framtíðin ótrúlega sci-fi og framúrstefnuleg. Til að mynda í Back to the Future eru allir mætti á svifbretti árið 2015 eða eitthvað álíka. Sambærileg er í Blade Runner þessar eftirhermur, það að tæknin sé orðin svo framúrstefnuleg að við getum skapað nýja manneskju, fullmótaða og gefið henni heilar æviminningar. Það verður mjög ólíklega hægt eftir 10 ár. Hins vegar er Blade Runner ólík að því leyti að hún vakti á sínum tíma upp umhugsun um þau vandamál sem gætu fylgt næstu áratugum, eins og alheimsvæðingu, breyttu veðurfari og genaumbreytingum. Hún sýnir því mun áhugaverðari sýn á framtíðina en margar aðrar myndir með svipaðri hugmynd.
Myndin varð ekki mjög vinsæl þegar hún kom út, en eftir því sem tíminn leið hefur hún orðið eins konar költ klassík og tilheyrir hinni svokallaðri “neo-noir” tegund mynda og er þar í leiðandi flokki.
Ridley Scott hefur útnefnt hana sem sennilega sitt persónulegasta og fullkláraðasta verk, og eru þar stór orð þar sem hann leikstýrði einni frægustu sci-fi mynd allra tíma, Alien ásamt mörgum öðrum frægum.
Blade Runner hefur allavega markað sinn sess í kvikmyndaheiminn og á sér traustan áhorfendahóp sem sífell bætist í.