Monday, March 30, 2009

maaaad detective



Mad Detective er mynd frá árinu 2007 úr smiðju leiksjóranna Wai Ka-Fai og Johnnie To. Þetta er spennu-glæpadrama sem á sér stað í stórborginni Hong Kong og fjallar um líf fyrrverandi lögreglumannsins Chan Kwai-Bun. Chan hafði verið látinn hætta störfum eftir að hafa að því er virtist misst vitið og skorið af sér eyrað. Hann kveðst geta séð innri persónuleika fólks, sem séu margskonar.

Nokkrum árum seinna er rannsóknalögreglumaðurinn Ho Ka-On að rannsaka hvarf samstarfsmanns sín Wong Kwok-Chu, sem hvarf á leiðangri með félaga sínum KO Chi-Wai. Hann hafði verið horfinn í 18 mánuði og hafði byssan hans verið notuð í mörgum vopnuðum ránum.

Þegar þarna er komið býr Chan í nokkurs konar einangrun frá umheiminum með ímyndaðri konu sinni May Cheung. Ho leitar til hans í von um að hann geti leist ráðgátuna um Wong.

Chan sér að persónuleiki Ho er í raun og veru lítill og skelkaður strákur, og í hver skipti sem maður sér Ho með hans augum er karakterinn leikinn af unglingsstrák.

Á meðan rannsókninni stendur stingur Chan af með vopn Ho og persónuskilríki hans. Chan kemst að því að Ko hafði verið 18 mánuðum áður rændur vopni sínum af indverja og því ákveðið að drepa Wong og stela vopninu hans. Þegar Chan sér Ko sér hann í raun 7 mismunandi karaktera, og er þá hugurinn táknaður af kaldrifjaðri viðskiptakonu.

Ho missir allt sitt traust á Chan og endar bíómyndin á loka bardagasenu í vöruskemmu þar sem Ho, sem gengist hefur til liðs við Chi-Wai, skýtur Chan, en er síðan sjálfur skotinn af Chi-Wai, eins og Chan hafði áður spáð fyrir. Að lokum nær þó Chan að myrða vonda kallinn, Chi-Wai, og má segja að hann hafi leyst og séð um málið sem sett var í hendurnar á honum.

Myndin er afar vönduð og frumleg en fyrst og fremst mjög skemmtileg. Það tók mig þó smá stund að komast alveg inn í hana og átta mig á því sem var að gerast, en það gerar hana nú bara betri fyrir vikið. Mörg ansi góð spennuatriði eins og gerast best í Hong Kong. Þessi mynd hefur unnið til allnokkra verðlauna og þykir með frumlegri og betri myndum sem komið hafa út nýlega, og slæ ég ekki hendinni á móti þvi áliti.

1 comment:

Siggi Palli said...

Soldið mikil endursögn. 5 stig.