Tuesday, March 31, 2009

THE THING

The Thing er sci-fi hryllingsmynd frá árinu 1982 úr leiksjórn John Carpenters.

Myndin fjallar um einhvers konar hamskiptandi geimveru sem myrt hefur norskt rannsóknarteymi sem statt var á” rannsóknarstöð um hávetur og ræðst síðan á amerískt rannsóknarteymi sem hafði verið að rannsaka morðið.

Aðal töffarinn í myndinni, R. J. MacReady er leikinn af hinum myndarlega Kurt Russel, og í upphafi myndarinnar, eftir að crewið fór að hafa einhverjar grunsemdir um norsku rannsoknarstöðina, heldur hann ásamt Dr. Copper í leiðangur til norsku búðanna til að athuga málið. Þeir koma að stöðinni gjörónýtri og snauð af öllu starfsfólki. Það eina sem þeir finna er einhvers konar afmyndað fyrirbæri sem þeir taka með sér til baka fyrir frekari rannsóknir. Við rannsóknir á fyrirbærinu kemst crewið að því að þrátt fyrir að vera gjörsamlega afmyndað og ógeðslegt inniheldur það að því er virðist venjuleg líffæri.

Eftir því sem líður á atburðarrásina taka grunsemdir að vakna milli allra í crewinu því fleiri og fleiri skringilegri atburðir taka sér stað og að lokum treystir enginn engum.

Eftir að geimveran hafði smitað nokkra í hópnum og drepið ákveða þeir sem eftir eru og hafa fullvissað hvorn annan um að vera mannlegir að eina leiðin til að eyða fyrirbærinu er að sprengja upp allar búðirnar með dýnamiti. Eitthvað ganga hlutirnir þó ekki alveg upp og endar myndin á að hetjan MacReady drepur kvikyndið með dýnamíti og kviknar þar með í öllum búðunum og þær gjöreyðast.

Í lok myndarinnar sést MacReady skála til drykkjar ásamt einum félaga sínum sem eftir var lifandi á meðan þeir horfa á búðirnar brenna.

Á þeim tíma sem myndin var gerð hafa tæknibrellurnar sennilega þótt með þeim bestu og ógeðslegustu, en núna 27 árum síðar fannst mér sum atriðin hálfskopleg. Vissulega er mikið af ógeðslegum fyrirbærum og allskonar vibba gunki sem lekur úr þeim en þetta var einum of óraunverulegt þannig maður fengi klígjuna. Þess vegna verður maður sennilega að hafa í huga hvenær myndin var gerð og hún hafi verið ætluð sem óttaleg hryllingsmynd, en einhver gaman “gore” mynd eins og hún myndi sennilega vera ef hún væri að koma út með þessum tæknibrellum í dag.

Kurt Russel fannst mér ofursvalur í hlutverki MacReady og var flestallur leikaraskapur í myndinni ágætur. Þetta er algjört möst see fyrir alla sci-fi nölla, en annars ættu flestir að hafa gaman af því að sjá þessa mynd, enda ansi áhugaverð.