Wednesday, February 18, 2009

topppplisti

Eftir mikla frestun, sem ég er geðveikt góð í langar mig að skrifa færslu um bestu bíómyndir 2008, að mínu mati.

THE DARK NIGHT
Fyrsta myndin sem mér datt í hug, eins og kannski mörgum. Ég get ekki sagt a
ð ég hafa verið mikill Batman fan á mínum fyrri aldursárum, en þessi mynd VÁ. Ég labbaði sem sagt inn með í raun núllvæntingar, eða bjóst við þessari klassísku bandarísku hasarmynd. Það tók þó fljótt að breytast þegar leið a myndina.


Hún nær strax að grípa mann með vel útfærðum og sjónsnilldarlegum hasar, svo myrk og óhugnaleg á tímum, ásamt því að vera fyndin og afar spennandi. Það fer ekki á milli mála að Heath Ledger vann þvílíkan leikarasigur með þessari mynd ( og okkur finnst það ekki bara af því hann er dauður!) sem hinn ógeðfelldi og kaldhæðni "Joker".

Mætti segja að visst Joker æði hafi tekið yfir ungmenni hér á landi, fannst mér. Ungir menn jafnt sem stúlkur voru útötuð í varalit að hreyta snilldarlinum úr myndinni. Ekki furða, þessi karakter var ógleymanlegur. Hér tókst Hollywood kóngunum ótrúlega vel til, gerðu allt sem vel er hægt að gera við hasarmynd fullkomlega. Get ekki beðið eftir að sjá hana aftur, ég á bara ekki ennþá fyrir henni...verð að fá hana lánaða hjá einhverjum..jáá.

JUNO

Ekta amerísk feel-good mynd. Táningsstúlkan Juno gerist ólétt af slysni og flestir vita rest. Ég held að flestir haft

vissa unun af þessari mynd, las reyndar að þetta hefði ekki veirð tebollinn hans Sigga Palla, en hún er kannski ekki hvers manns fæða.

Juno er 16 ára töffari, hnyttin og mjög kúl með allt sem gengur á. Hún á heldur afslappaða fjölskyldu og áhugaverða vini, sem taka óléttunni heldur léttúðlega. Kannski of létt fannst mér á köflum. En myndin er full af skemmtilegum samræðum

og góðri tónlist sem gerir hana auðvelda að elska. Allt gengur upp á endanum, en ekki á þennan týpíska ameríska máta, heldur meira á þenna “Little miss sunshine” máta, heldur raunverulegri. Labbaði út af þessari mynd með svipaða tilfinningu og LMS.

Hin unga Ellen Page og hinn lúðalega mynd

arlegi Micheal Cera gera garðinn frægan með góðum leikaraskap og finnst mér leikarahópurinn allur fitta mjög vel saman. Þessa mynd keypti ég allavega á dvd (eða hvort ég fékk hana gefins, hvað man maður) og hef horft á hana nokkrum sinnum til að komast í létt skap.

BURN AFTER READING

Þar sem ég er mikill Coen-bræðra aðdáandi var ég búin að bíða spennt eftir þessari. Þess vegna greip ég tækifærið þegar ég var stödd

í Berlín að sjá hana, áður en hún kom til sjálfs Íslands.

Myndin stóðst undir mínum væntingum og er þetta svo sannarlega hin hefðbundna gaman Coen-mynd með frábærum húmor og þessum ógleymanlegum karakterum. Eins og í myndum eins og Fargo og The Big Lebowski, er hér á ferð ósköp venjulegt fólk sem flækist óvænt í alls konar vitleysu sem vindur upp á sig og hefur skoplegar afleiðingar. Enn og aftur tekst þeim að safna saman afbragðs leikarahóp sem stendur sig mjög vel í myndinni. Allavega, cudos til Coen bræð

ra!




PERSEPOLIS

Snilldarleg úrfærsla á frönsku teiknimyndasögunum.

Marji fylgir okkur í gegnum misgóða ævi sina sem írönsk stelpa sem flýja verður heimili sitt, þó allt með skoplegum blæ. Það er orðið svoldið síðan ég sá hana svo hún er ekki alveg fersk í minnum, en það sem ég man var að hún varð að flýja Íran og settist að í Danmörku þar sem hún þurfti að feisa vissan kúltur mismun, verandi múslími með slæðu á höfðinu og þess háttar. Samt náði hún að eiga nokkuð hefðbundin uppeldisár með tilheyrandi strákavandamálum og fleiri. Myndin er í raun bara lifandi myndasaga, heldur myrkir litir og teiknað. Hún er mjög fyndin og yndisleg, einnig sorgleg á köflum, ásamt því gefur hún okkur einnig nokkurt innsýn inn í líf nýbúa á norðurlönd. Sniðug fyrir krakka í frönskunámi!

QUANTUM OF SOLACE

Varð nú að skella þessari með. Hinn ljóshærði Bond mættir aftur til leiks með nýju ofurbeibi. Þessi mynd er einn rosalegur hasarrússíbani, þvílík áhættuatriði sem halda manni á tánum allan tímann. Mér fannst hún ekki alveg jafn mikil bomba og Casino Royal, kannski af því að þá kom Craig okkur svo skemmtilega á óvart. En hún stóð fyrir sínu sem hin hefðbundna Bond mynd með tilheyrandi thriller, gellum og byssuskotum. Kannski ekki meistaraverk kvikmyndalegaséð en flott skemmtun og stendur allavega upp úr hjá mér 2008.


Af einhverjum ástæðum dettur mér ekki meir í hug að sinni. Kem kannski með aðra færslu ef eitthvað epískt kemur mér til hugar.
Helga