Kvikmyndagerð 2008--9
Ég valdi Eðlisfræðibraut 2 fyrst og fremst út af valinu og leist mjög vel á kvikmyndagerð, þar sem það var mjög ólíkt flestu öðru í boði. Einnig finnst mér rosalega gaman að horfa á kvikmyndir svo kvikmyndafræði rann ljúflega niður.
Ég vissi ekki alveg hvernig væntingar ég ætti að hafa til fagsins. Hélt að við myndum búa til stuttmyndir og læra kvikmyndasögu fyrst og fremst. Sem var reyndar ekki svo fjarri lagi.
Í upphafi námskeiðsins var okkur sett fyrir það verkefni að gera örmynd. Ég var í góðum strákahóp, enda stelpur í miklum minnihluta. Við hittumst einn laugardagsmorgun og þá voru strákarnir nokkurn veginn komnir með hugmynd um hvernig mynd þetta ætti að vera. Ég var látin leika aðalhlutverkið, enda primo leikkona. Útkoman var myndin um lötustelpuna sem við sáum í haust. Verkefnið gekk snuðrulaust fyrir sig og var bara nokkuð gaman.
Annars voru kennslustundirnar fyrst og fremst glærushow með fyrirlestrum, sem var því miður ekki svo auðvelt að fylgjast með í fyrstu tímum á morgnanna. Þar sem ég er óregluleg voru þetta einu morguntímar viku minnar og átti ég því stundum erfitt með að vakna, því miður. En ég mætti þó alltaf í föstudagsbíótímana, sem mér fannst mjög skemmtilegir. Sá myndir af öllum tegundum sem ég hefði annars öruggleg aldrei séð. Margar mjög góðar, aðrar mjög áhugaverða, sumar ekkert svo skemmtilegar, en það er nú bara smekkur fólks.
Svo kom að fyrirlestravinnu og nú var það stelpuhópur sem samanstóð af mér, Birtu, Írisi og Birni Ívari. Við tókum eina góða helgi í þetta og gekk það bara ansi vel og fluttum við erindi um hinn sérkennilega Dario Argento.
Okkur var sett fyrir næsta kvikmyndaverkefni sem var að gera heimildarmynd. Þetta var því miður á tíma þar sem jólaprófin nálguðust og mikið var að gera í skólanum og enginn hópur gerði neitt í neinu. Verkefnið dróst yfir áramót og breyttist í heimildamynd/örmynd/tónlistarmyndband. Í þetta skipti var ég í öðrum strákahóp ásamt Andra Gunnari, Halla, Héðni og Birni ívari. Því miður gekk þessum hópi eitthvað illa að koma sér saman um hittingatíma og þegar við fengum myndavéina var aðeins einn af hópsmeðlimum mættur í skólann og því varð einhvern veginn ekkert úr neinu.
Síðar kom að seinni fyrirlestrarvinnu með sama hóp mínus Björn Ívar. Við stelpurnar lögðum í aðra helgarvinnu um herra John Waters sem heppnaðist vel og var skemmtilegt að gera.
Lokst var komið að final verkefninu sem var stuttmynd í fullum gæðum. Sami hópur var samansettur og var ég svoldið stressuð að enn og aftur yrði ekkert að neinu. Sem betur fer knúði samviskubit af völdum fyrri iðjuleysi okkur til aðgerða og lögðumst við meirað segja í að gera hina merkilegu örmynd. Tökurnar voru bara nokkuð skemmtilegar og ég fékk að vera með gúmmíkjúklingagrímu í Öskjuhlíðinni, sem var eitthvað nýtt.
Þar með er verkefnum vetrarins nokkurn veginn upptalin. Við enduðum þetta svo á lokaprófinu. Ég og Birta hittumst og lærðum saman föstudagskvöldið og héldum svo gallvaskar í prófið laugardagsmorguninn. Spurningarnar voru sanngjarnar og mér gekk vel þangað til að kom að handritahlutanum. Ég byrjaði á því þegar klukkutími var eftir og hélt ég hefði nógan tíma en svo tók þetta miiiklu lengri tíma og endaði með korter eftir að prófinu og aðeins búin með svona 5% af 40%.
Af því sem ég myndi vilja breyta væri kannski vægi allra þessara hópverkefna. Það er ekkert auðvelt að hittast margir saman sem búa út um allt og eru í vinnu og skóla og íþróttum og komast bara á ákveðnum tímum sem passa oftar en ekki ekki saman. Auðvitað lærir maður mest á því að gera og mér fannst það eitt að því skemmtilegasta í vetur, en þetta mætti kannski vega aðeins minna og í staðinn mættu koma til dæmis skyndipróf. Held það væri fínt að taka eitt lítið skyndipróf á sitthvorri önn þar sem við gætum til dæmis æft þennan handritahluta sem kemur á prófinu. Einnig finnst mér bloggið kannski gilda einum of mikið. Mér finnst ekkert svo auðvelt að túlka kvikmyndarnir á blaði, mun auðveldara að tala um þær. Veit samt ekki hvenig það ætti að vera gert öðruvísi.
Fagið fékk vissulega að líða fyrir það að vera í fyrstu tímum, þá sérstaklega á mánudögum þar sem oft var slæleg mæting. Hefði hugsanlega mátt setja glærushowið inn á myschool fyrr svo fólk gæti séð hverju það missti af.
Ég hefði einnig viljað læra meiri kvikmyndasögu, fannst frekar leiðinlegt að við náðum ekki að fara yfir nýbylgjuna og það sem væri á gangi í nútímanum.
Vil hins vegar gefa thumbs up fyrir leikstjóraheimsóknirnar sem voru allar mjög skemmtilegar!
En allt í allt skemmti ég mér vel í vetur og hafði gaman af að fá nasasjón af kvikmyndafræði og víkka kvikmyndasjóndeildarhringinn. Ætla nýta mér listana sem við fengum af leiksjórum og must-see myndum og verða vel kvikmyndalæs í sumar. Jebb.
KVEÐJA HELGA